Leik FC Hjörleifs og Hvíta Riddarans FRESTAÐ
Jæja drengir, nú hefur stjórn utandeildarinnar komist að samkomulagi um að fresta fyrri leikjum kvöldsins þann 18 ágúst vegna leiks Íslands og Ítalíu og þar af leiðandi hefur leik okkar gegn Hvíta verið frestað um óákveðinn tíma. Seinni leikirnar fara fram en þeim hefur verið frestað til 21:30.
Einnig vil ég óska Hjörleifsmönnum innilega til hamingju með bikarleikinn í gær sem endaði 2-0 gegn ágætum leikmönnum Hunangstunglsins. Besti maður vallarins var Donni, leikmaður Tunglara sem átti stórleik í vörninni ;) Auðunn (ég) átti hátt í 15 marktækifæri bara í síðari hálfleik en tókst aðeins að skora eitt mark.. þarf eitthvað að fara að skoða þessi mál. Annars fannst mér liðið spila ágætlega í heild sinni, margt fór vel og margt sem mætti betur fara.
Önnur úrslit í 8 liða úrslitum bikarsins fóru sem hér segir:
FC Puma 4 - 3 FC CCCP
Ufsinn 2 - 1 Fame
Gismo 4 - 2 Áreitni
Dregið verður í undanúrslit að ég held á morgun Mánudaginnn 9. ágúst.

<< Home