FC Hjörleifur 7 - 2 FC Ice
Fyrsti leikur ársins búin, fór fram í skítakulda og viðbjóði uppí Árbæ. Held að það sé óhætt að segja að það hafi sést vel að þetta var fyrsti leikurinn okkar í langan tíma formið og spilið ekki alveg að gera sig. Gísli og Kiddi skrópuðu og legg ég til að þeir verði drepnir.
Vantaði Gústa, Andra, Ragga, Árna og vonandi Ara, þannig að mínu viti þurfum við að redda meiri mannskap fyrir sumarið. Það virðist ekki ætla að takast að fá Gauta, Bjarni er spurning enn Gunni ætlar að spila með okkur og ég held að hann eigi eftir að verða með bestu mönnum deildarinnar í sumar þannig að það er mjög gott mál.
Mörkin skoruðu: Balli 3, Atli, Gunni, Úlli og sjálfsmark.
Gaman af því ef menn myndu kjósa mann leiksins eftir hvern leik, mitt atkvæði fá Gunni og Balli.

<< Home