Heimasíða FC Hjörleifs: 1.leikur vs Dinamo Gym 80 (Fc Reynir)

miðvikudagur, júní 06, 2007

1.leikur vs Dinamo Gym 80 (Fc Reynir)

Já strákar, fyrsti leikurinn verður ad veruleika á Ásvöllum, leikur hefst kl.19.30 og því mæting kl.18.45. Ég kem með búninga (5 er tekin) og ætlast ég til að menn verdi tilbúnir því Dinamo (Reynismenn fyrrverandi) voru í úrslitakeppninni í fyrra og töpuðu á móti Melsteð eftir ad hafa komist yfir, hmm alveg eins og hjá okkur! Þeir eru með einn markahæsta leikmann (Jeremy Aclipen) deildarinnar i fyrra þannig við verðum ad vera á vardbergi fyrir stungum og gefa þeim lítinn tíma á boltann á midjunni en þetta spjöllum við um á Sunnudag fyrir leik.

1.umferð Utandeildarinnar
10.6.kl.18:00 V.Júpíters / Vatnaliljur Ásvellir
10.6.kl.19:30 Hjörleifur / Dinamo Ásvellir
10.6.kl.21:00 Dufþakur /P.Gullan Ásvellir
10.6.kl.18:00 Puma / Geirfuglar Fram
10.6.kl.19:30 Kóngarni / TLC Fram

Leikmenn sem munu mæta á sunnudag: Valli, Balli, Óli, Finnur, Jói, Rabbi, Ásgeir, Bassi, Helgi Sk. Höddi Gattuso, Freymar, Gauti, Konni, Hafliði. Þessir spila pottþétt eða alls 14. Hinir eru Bjarni G. úti - Úlli úti - Gunni Gísla úti á landi - Eiki kemst ekki - Kolli meiddur en mætir - Jón Skapti meiddur en mætir - Gísli næ ekki i hann einhver med numer? - Gústi ?

Í sambandi við greiðslu, þá hef ég keypt meiri tíma en eftir helgina er í lagi að borga gjaldið en 7000.kall á mann er ekki mikið strákar. Reikningsnúmer er á fyrri póst.

Varðandi æfingar, þá hef ég samið við Formann knattspyrnuráðs að um að lækka kostnað á æfingatíma og tók hann vel í það. En ég þarf að vita ef menn eru tilbúnir að leggja sig í þetta því allt frá því að dæma leiki í til að mynda hjáverk fyrir Þrótt sem myndi taka nokkra klst sem er ekki oft ad gerast gæti þýtt ad við þyrftum ekkert ad borga fyrir tímana á vellinum svo þið sem eruð vel að komnir í dómaramálum, eru velkomnir ad hafa samband við mig því það er mót um helgina sem vantar dómara og þetta er pollamót strákar, easy peasy japenese!! Ég get ekki verið að dæma allan tímann og vinna öll hjáverkin, ég hef nóg annað að gera og því leita ég adeins til ykkar félagana í þessu. Valli - Höddi - Gauti - Konni? - Úlli? - dómarar en hinir í hjáverk?

Allir að staðfesta og ef ég hef gleymt einhverjum, commentið þá hér fyrir neðan komu ykkar,
Lifi Hjörleifur og áfram Hjörleifur, tökum´etta!