Geirfuglaleikur og portkonukvöld hjá Eika.
Miðvikudagurinn 05. Sept. 19:00 - Hjörleifur-Geirfuglar Afturelding (A), mæting 45 mín fyrir leik eins og venjulega, þ. e. kl. 18:15. Ath svo þetta sé alveg á hreinu er þetta ekki Tungubakkar heldur gervigras Aftureldingar við Varmárvöll (ekki satt?).
Ég nenni ekki að fara útí tölfræði um hvar möguleikar okkar liggja í að komast áfram en þeir eru fyrir hendi. Við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta. Úlfur, sögukennari í Menntaskólanum við Sund, tekur það kannski saman í hverju möguleikar okkar felast.
Portkonukvöld hjá Eika 15. eða 16. sept. eru ekki allir til í það? Jóhann Geir eplateljari útskýrir kannski betur hvernig portkonukvöld fara fram og telur upp nauðsynlegan búnað fyrir slíkan hitting.
Kv., Hafliði.

<< Home