Heimasíða FC Hjörleifs: Leikir + Æfing

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Leikir + Æfing

Elliði 4 - 1 Geirfuglar
Dufþakur 1-2 Puma
Vængir Júpiters 6 - 2 TLC
Vatnaliljur 2-3 Pungmennafélagið Gulla

Hjörleifur 6 - 1 Kóngarnir:

Jæja, það var svo sem alveg formsatriði að klára þennan leik eftir útreið Kóngana í síðasta leik og voru Kóngarnir bara með nokkuð sprækt lið. Við byrjuðum kæruleysislega og Kóngarnir fengu dauðafæri strax á upphafsmínútu eftir aukaspyrnu og fengu frían skalla en Óli bjargaði vel. Liðið var dauft og vantaði einhvern neista, en eftir loks gott spil á 8.mín fór boltinn í hönd Kónganna og vítaspyrna dæmd. Höddi tók hana og skoraði örugglega og allt í einu neistinn kominn og 5.mín seinna þá kom góð sókn upp vinstri og BjarniG. sendi fyrir út á teig og Hafliði var þar pollrólegur og settann! Dómarinn dæmdi svo vítaspyrnu á okkur fyrir hendi, og Óli var nokkuð nálægt að verja en þeir skoruðu. Í seinni hálfleik var allt annað sjá leik okkar, boltinn rúllaði vel og menn að pressa rétt. Óli fékk nánast ekkert að gera í seinni hálfleik. Jói settann á laglegan hátt yfir markvörð Kóngana. Stuttu seinna fengum við víti, Bassi tók hana en markmaður Kóngana varði vel og þannig 2 vítaspyrnur farnar í súginn á tímabilinu. Vörnin var solid og miðjan tók öll völd undir lok leiksins og Jón Karls settann eftir að hafa platað varnarmenn illa, Hafliði kom inn á og settann aftur laglega eftir gott spil. Eiki skoraði svo en það mark var dæmt af, rangur dómur þar. En Eiki skoraði svo eftir að hornspyrna var tekin stutt og augljóslega var skotið í hendi eins varnarmanns Kóngana en Eiki tók frákastið með bakfallsspyrnu og staðan orðin 6-1. Ágætisleikur en verðum að hætta að detta niður um nokkur level þegar við spilum á móti lélegri mótherjum.

Óli 8, öruggur - Bassi 6 klúðraði víti - Valli 7 - Konni 7 - ÓliÖ 7.
Rabbi 6 - Höddi 7 - Hafliði 8 - Bjarni 7 - Eiki 8 - Balli 6
Subs: Egill 7 - Valli junior 7 - Jói 8 - Jón Karls 7 - Úlli 7 - BjarniÁ 6 - Freymar 6.

Æfing kl. 20.30 í Laugardal á fimmtudagskvöld. Úrslitaleikur í næstu umferð á móti TLC, láta vita með mætingu.