Heimasíða FC Hjörleifs

sunnudagur, júlí 08, 2007

Leiknum gegn Vængjunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna mistaka á bókunum á Ásvöllum. Stjórnin fullvissaði mig að þetta myndi ekki gerast aftur en 3 leikir voru frestaðir svo við erum ekki þeir einu sem lentu í þessu.

Einnig, þá hafa ekki allir borgað en sumir borguðu í vikunni og mun ég borga keppnisgjaldið á morgun.

Næsti leikur eftir viku í bikarnum nema að þessi frestaði leikur verði fyrr á dagskrá, ég verð í bandi um leið og ég veit eitthvað.

Æfing kl.21 á gervigrasinu í laugardal á þriðjudaginn. Höfum mætt bara 4-6 á síðustu æfingar og reynum nú að ná einni góðri æfingu strákar!

Kv. #5