Heimasíða FC Hjörleifs: Leikur Kvöldsins vs Vatnaliljum 3-1

þriðjudagur, júní 19, 2007

Leikur Kvöldsins vs Vatnaliljum 3-1

Já strákar, Hjörleifur unnu Vatnaliljurnar í kvöld með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn byrjaði jafn en eftir hæga byrjun þá fórum við að stjórna miðjunni og þeir byrjuðu að pakka og reyna á skyndisóknir sem hentaði okkur illa. En við sýndum þrautseigju og unnum vel að fyrsta markinu þar sem boltinn fékk að rúlla og Balli skoraði að stakri snilld. Stuttu eftir þá skoraði Balli aftur með frábærum skalla eftir aukaspyrnu frá Jóa en dómarinn dæmdi það af vegna rangstöðu, rangur dómur en svona er þetta. Leikur okkar var ekki fallegur á kafla en svo ákvað Finnskí að fegra leikinn aðeins með skoti af 25m færi eftir að hafa leikið framhjá 3 leikmönnum VL og boltinn söng í þaknetinu, óverjandi fyrir markvörð VL. 2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svo sem ágætur, ágætis spil og boltinn hélst meira á jörðinni heldur en í þeim fyrri og fengum úrvalsfæri en nýttum þau ekki. Eftir mistök í vörninn þá fengu VL skyndisókn sem endaði með marki, vel nýtt hjá VL og gott mark. Við urðum fyrir smá pressu og en náðum að ráða hraða leiksins það sem eftir var og eftir gott samspil þá kláraði Gauti þetta fyrir okkur með úrvals finish!! En það mátti sjá mun á liðinu, BjarniG. kom inn sterkur og JónKarls kom með aukinn hraða fram sem á eftir að nýtast okkur. Höddi og Hafliði voru sterkir á miðjunni sem og Finnur var eðall á kantinum og Rabbi+Jói voru liprir í ballett skónum sínum. Balli sýndi hvað elding þýðir og Gauti var duglegur frammi. Vörnin stóð sína plikt en ákveðin stöðugleiki kom í vörnina þegar Konni sýndi sig.

Svo bara æfing á morgun kl.21. Þessir mæta ekki:Höddi-Gauti(AIR tónleikar) Hafliði og fl??

Ég skal svo tala við Formann Þróttar, greinilega enginn inn í dómaramálum og kanske bara of busy til að redda okkur ódýrari æfingatíma á vellinum en þá þurfa menn líka gjöra svo vel að borga æfinga og keppnisgjald, förum að taka hart á þessum málum í næstu leikjum, annars spila menn ekkert og hananú, þetta er nú ekki ókeypis!

Næstu leikir: Stutt í næsta leik strákar

Sunnudagurinn 24.6.2007
Hjörleifur vs Elliði Fram-völlur 19.30 - Mæting 18.45

Sunnudagur 8.7.2007
Vængir Júpíters vs Hjörleifur Ásvellir 19.30 Mæting 18.45

Sitjum í 5.umferð. Kannski bikar í millitíð??

Sunnudagurinn 29.7.2007
Hjörleifur vs Dufþakur Tungubakkar 19.00 Mæting 18.15

Svo bara hörkuleikur á móti Elliða á sunndaginn strákar svo takið því rólega á Laugardag, notið Föstudaginn til að taka almennilega á því!

Hver var svo maður leiksins? Kommenta svo!