Góður Sigur
Fc-Hjörleifur vs Dinamo Gym80 3-1 (Valli m/skalla - Freymar m/volley - Balli m/skalla)
Já, Fc-Hjörleifur spilaði fantafínan bolta í kvöld, fyrri hálfleikur var hinn fínasti en við sköpuðum urmull af færum en ekkert fór inn. Hafliði fékk nokkur góð færi og Rabbi og Finnski voru með eitraðar fyrigjafir af köntunum og Höddi+Hafliði áttu miðjuna. En fyrsta markið kom eftir aukaspyrnu, Finnur sendi fyrir og Valli skallaði í fjærhornið rétt fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur vorum við soldið værukærir og Dinamo hefdu getað refsad okkur en Helgi.Sk stóð vaktina með sóma í markinu. Eftir að Dinamo fékk rautt þá refsuðum við Dinamo illilega og Freymar skoraði flott mark með góðu skoti í vítateig eftir hornspyrnu og Finnur lagði upp 3 með klassa fyrirgjöf frá vinstri eftir snarpa sókn og Balli sett´ann eins og honum er einum lagið með skalla, svona Nistelrooy mark! Fengum fullt af færum en orðnir þreyttir i lokin og Dinamo minnkaði muninn í blálokin, en Kobbi dæmdi af stakri prýði eða hvað segið þið strákar.
Menn leiksins:Finnur og Hafliði.
Svo bara borga í vikunni strákar og mæta á æfingu á þriðjudag, eigum svo Vatnaliljur í næsta leik sem verður án efa mikill baráttu leikur, en gott sumar framundan strákar, líst vel á þetta!
Kv. #5
Utandeild A riðill - 2.umferð
Mánudagur 18.6.2007
19:00 - Elliði vs Vængir Júpíters - Tungubakkar
18.6
20:30 Vatnaliljur vs Hjörleifur - Tungubakkar
19.6.2007
19:00 - Dinamo Gym80 vs Dufþakur - Tungubakkar
20:30 - Pungmennafélagið Gullan vs Puma - Tungubakkar
19:30Geirfuglar vs Kóngarnir - Ásvellir

<< Home