Úrslit í Bikar og næsta æfing!
FC Hjörleifur vs Henson 3-0 (Balli þrenna)
Já, heldur betur góð mæting á sunnudag þegar við mættum Henson á Ásvöllum í blíðskaparveðri og það bara 10 leikmenn. Byrjuðum leikinn samt 10 vs 10 þar sem þeir voru einnig i vandræðum. Við byrjuðum rólega en vorum að skapa okkur fullt af færum og um miðjan fyrri hálfleik þá tók Óli langt innkast inn i teig, boltinn datt niður og Balli náði að leika á tvo leikmenn inní vítateig og settann í netið. 1-0 í hálfleik. En Henson menn fengu sinn leikmann snemma í fyrrihálfleik þannig vid vorum manni færri og tók það virkilega á okkur og Henson áttu skot í stöng og sluppum við þar og brunuðum í sókn og Balli átti skot hárfínt framhjá. Sköpuðum okkur góð færi en Henson áttu góð tækifæri líka en svo kom að því, eftir nokkra pressu, þá átti Óli flottu fyrirgjöf frá vinstri og Balli á réttum stað og skallaði í netið, flott mark hjá bræðrunum! 2-0
Svo róaðist leikurinn og stuttu seinna reyndu Henson menn ad spila rangstæðu á okkur en það klikkaði og Balli var einn á moti markmanni og setti hann örugglega í netið. 3-0. Við spiluðum samt alls ekki vel, Henson lét okkur fara niður um nokkur level í fótbolta en Finnur kom loks þegar 15.min var eftir og hjálpaði það nokkuð mikið. Maður leiksins: Balli.
Æfingar: Eftir slappa mætingu á þridjudögum, þá höfum við ákveðið að hafa æfingar á fimmtudögum kl.20.30. á gervigrasinu í Laugardal. Nú er bara mæta loks á æfingu strákar.
Keppnisgjald hefur verið greitt, þeir sem eiga eftir að borga vita hverjir þeir eru sjálfir og við egum langt season eftir strákar, nóg eftir af leikjum svo koma svo!!
Kv.#5

<< Home