Heimasíða FC Hjörleifs: Bikarúrslit

mánudagur, ágúst 16, 2004

Bikarúrslit

Leikurinn fer fram í Laugardal næstkomandi Laugardag 21. Ágúst. Skráning er hafin og er ekki séns að menn fái frí vegna vinnu sinnar í þetta skiptið.. Hmm Atli ha... ;) En verðum fyrsta liðið til að vinna þetta tvö ár í röð.. (þar sem 50 lið taka þátt) annars urðu leikmenn Magic bikarmeistarar árin 1998 og 2000 en þess má geta að í fyrra skiptið tóku 20 lið þátt og tveimur árum síðar aðeins 28 lið skráð til leiks. Árið 2003 þegar Hjörleifsmenn unnu þessan glæsta bikar tóku ekki fleiri né færri en 50 lið þátt í bikarkeppni utandeildarinnar. Geri aðrir betur.

Ekki gleyma að skrá ykkur elskurnar mínar.