Heimasíða FC Hjörleifs: Mót fyrir utandeildalið í Fífunni um næstu helgi

mánudagur, mars 14, 2005

Mót fyrir utandeildalið í Fífunni um næstu helgi

HK heldur knattspyrnumót, sem ætlað er utandeildaliðum, í Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 20. mars. Leikið er í 7 manna liðum á hálfum velli en spilað er á stór mörk og eftir almennum utanhússreglum. HK hélt fyrr í vetur sambærilegt mót fyrir lið í deildakeppninni, með þátttöku liða úr 1., 2. og 3. deild, sem heppnaðist mjög vel.
Pláss er fyrir 16-20 lið en leikið verður í fjórum riðlum þar sem tvö lið úr hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit, og eftir það er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Mótið hefst kl. 10.00 og verða tveir riðlar leiknir þá en hinir tveir hefjast um kl. 12.30. Úrslitakeppni hefst um kl. 15 og mótinu er lokið fyrir kl. 17. Leiktími verður á bilinu 1x15 til 1x18 mínútur og ræðst endanlega af fjölda liða. Miðað er við 1x18 mínútur ef þátttökulið eru 16 (fjögur lið í riðli) en 1x15 mínútur ef þátttökulið eru 20 (fimm lið í riðli).
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er 18.000 krónur á lið og skal lagt inn á reikning 1135-26-365, kt. 630981-0269, í síðasta lagi fimmtudaginn 17. mars. Þátttaka tilkynnist til Víðis á netfangið vs@mbl.is eða í síma 898-8009, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar.

Hvað segja menn? Er einhver áhugi fyrir þessu?