Heimasíða FC Hjörleifs: Æfingar

föstudagur, júlí 22, 2005

Æfingar

Jæja drengir,

Ég og Balli vorum aðeins að ræða framhaldið á þessu tímabili sem að stefnir í að verða eitt það versta sem að Hjörleifur hefur átt og vorum við sammála um að það fyrsta sem að við þurfum að gera er að ná amk. einni æfingu í viku, og fann Balli nokkuð góðan grasvöll sem að er alltaf laus rétt hjá melabúðinni á nesinu.

Hvenær vilja menn æfa??

Er ekki málið að við tökum okkur saman í andlitinu og klárum þessa leiki sem að eftir eru til að ljúka þessu tímabili eins og menn.

endilega kommentið á æfingartíma eða staðsetningu.

einnig vil ég minna menn á að ef að við viljum bæta leikmönnum á listann okkar þá þarf það að gerast innan viku, við skráðum tvo framherja í þessari viku og verða þeir löglegir í næsta leik sem er á þriðjudaginn 26.júlí

Hverjir eru að fara mæta í leikinn gegn Dufþak á Þriðjud. á Fylkisvelli kl.21:00 og það 30mín fyrir leik ekki 5mínútur í leik??

þetta er síðasta tilraun okkar til að þjappa þessu liði saman og láta menn æfa ef menn hafa ekki áhuga á því látið okkur þá vita.

kv,
Eiki