Hómer-leikur og framhaldið...
Sælir, þá erum við vonandi komnir á sigurbraut í deildinni líka. 2-1 sigur á, að því er mér fannst, mjög slöku liði Hómers er kannski ekki merkileg úrslit en 3 stigin skipta öllu máli, sérstaklega ef miðað er við leikina á þessu tímabili þar sem mér hefur fundist við vera MIKLU betra fótboltalið en andstæðingarnir en samt höfum við þurft að sætta okkur við 0-1 stig. Mér fannst dómarinn eiga skelfilegan dag og vera klárlega með áherslurnar á vitlausum stöðum, sbr.aukaspyrnan fyrir að standa of nálægt kastara í innkasti en sleppir svo að spjalda á allar þessar viðrinis tæklingar, og hreinlega ekki reglurnar á tæru á stundum. Ef Hómer lendir á dómara sem refsar fyrir ítrekuð brot með gulu spjaldi, eins og venja er, ætti að vera töluvert auðveldara að spila gegn þeim. Dómarinn hafði kannski engin úrslitaáhrif á leikinn en að mínu viti hefði þessi leikur geta orðið mun skemmtilegri ef hann hefði tekið á öllum þessum brotum í byrjun. Gaman af því ef menn myndu velja mann leiksins.
Skv.póstinum hér að ofan eru aðeins 2 leikir í Júlí og eru þeir eftirfarandi:
(bikar)17. júlí 18:00 Leiknisvöllur Fc Keppnis - Fc Hjörleifur
26. Júl. 21:00 Fylkisvöllur Hjorleifur-Dufþakur
Kveðja,
Hafliði

<< Home