Heimasíða FC Hjörleifs: Skemmtun fyrir karlmenn

mánudagur, maí 23, 2005

Skemmtun fyrir karlmenn

Sæli piltar.

Hér kemur tillaga að svokölluðum Hjörleifsdegi sem getur átt sér stað hvenær sem er í júní, á laugardegi.

Við erum sóttir um morgunin og keyrt verður með okkur að Markarfljóti þar sem við förum í River-Rafting. Áhættustuðull áarinnar er 3-4 af 6, þar sem 6 eru nánast ómögulegar flúðir, 5 nánast eingögnu fyrir fagmenn og 4 aðeins fyrir hrausta karlmenn í toppformi sem hafa reynslu af rafting. Það er ekki eins og ég hafi hana en mér skilst að það sé allt í lagi ef menn vilja upplifa smá adrenalín-kikk.
Með öðrum orðum, þetta eru SVAKALEGAR flúðir!

Áin er rúmur klukkutími og eftirt hana taka við gljúfur og gil þar sem hægt er að stökkva ofan í ána, ægifögur náttúra og fossar sem hægt er að fara niður (ef menn þora). Semsagt einhverjar 3-4 klst. af þvílíkri skemmtun og líkamsrækt af bestu gerð þar sem við getum, ef okkur langar, sett okkur í töluverða lífshættu.

Að þessu loknu er grillað fyrir okkur, ásamt því að við drekkum bjór (munið við eigum tvo kassa síðan úr meistarar meistaranna)... einnig er hægt að koma með sjálfur áfengi og svo er líka áfengisala á staðnum. Einnig er heitur pottur svo að þetta yrði einfaldlega paradís, í heitum potti með grillpinna í annari og ískaldan bjór í hinni. Pottþétt.

Eftir sumbl og sukkerí í íslenskri náttúru af bestu gerð verður okkur skutlað aftur í bæinn undir kvöld og þá er hægt að halda gleðinni áfram í 101 Reykjavík, ef menn kjósa (kannski að Eiki haldi bara SingStar-partý...!).


Þetta yrði semsagt hinn pottþétti dagur og eitthvað sem myndi lyfta hópnum og samrýma fyrir átökin í sumar.

Pakkinn kostar hinsvegar 10.900 krónur og er það eitthvað sem gæti fælt menn frá. Hins vegar er ég að vona að svo sé ekki. Menn (t.d. Ásgeir og Kolli bara til að nefna einhvera...) hafa eytt öðru eins á "hefðbundnu" bæjarfyllerí svo að þetta á ekki að vera neitt mál ef að viljinn er fyrir hendi. Og áfengiskostnaður á að geta verið í lágmarki þar sem liðið á tvo kassa á lager! Og Balli er í þokkabót með tilboð á einhverjum ógeðisbjór sem smakkast fínt þegar maður er kominn í það.

Við verðum að vera lágmark 10 manns í þessa ferð en persónulega er ég að vona að við náum yfir 20. Allir sem að liðinu koma eru velkomnir og þá er ég að tala þá sem hafa verið að mæta á bekkinn hjá okkur í gegnum tíðina. Fyrrverandi leikmenn, Óli, Auðunn Dagur o.s.frv. eiga náttúrulega að koma líka og þetta gæti orðið ferð ársins. Svo er möguleiki á að við kæmum á móts við þáttakendur með því að taka eitthvað úr sjóðnum. Og munið, því fleiri sem taka þátt - því betri verðdíl fáum við.

En hvað segið þið, er áhugi fyrir þessu? Menn hljóta að eiga einhver smá pening eftir fyrsta mánuðinn í sumarvinnunni....! Endilega kommentið og reynum að sjá hvort það er grundvöllur fyrir þessu, þ.e. næg þáttaka.

kv, Vignir.