Æfing, grill, leikur ofl.
Sælir,
ég og Eiki vorum að vona að hægt væri að hafa æfingu á fimmtudag kl.20 í Réttó, hvað segja menn um það?
Einnig kom upp sú hugmynd upp að grilla saman heima hjá Eika laugardaginn 18.júní, ef veður leyfir, hægt er að kaupa þjónustuna með öllu af Grillvagninum ehf fyrir u.þ.b kr.2.000- á mann (mat, grill, borð, stólar...). Væri kannski hægt að splæsa í 2 kassa úr sjóðnum digra fyrir vímuþyrsta Hjörleifsmenn!
Svo er gríðarlega mikilvægur leikur á næsta sunnudag, 12.júní 2005, gegn FC CCCP og vona ég að allir mæti þangað.
Einnig er það rukkara-bissnessinn sem allir elska en skv.mínum kokkabókum eru eftirtaldir í skuld við sjóðinn digra Balli (kr.10.000-), Gísli (kr.10.000-), Gummi(kr.10.000-), Kolli(kr.5.000-), Raggi (kr.10.000-) og Ásgeir (kr.10.000-). Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál!
Varðandi búningavandræði þá er Eiki að vinna í þeim málum og vonandi fáum við póst frá honum von bráðar um að það sé búið að redda því! Einnig ef menn hafa einhverjar hugmyndir þá endilega hugsið upphátt í kommentum!
Kveð, Hafliði.

<< Home