Heimasíða FC Hjörleifs: Aðalfundur Utandeildarinnar 2009

mánudagur, mars 02, 2009

Aðalfundur Utandeildarinnar 2009

Sælir,

Stjórn Utandeildarinnar í Knattspyrnu boðar til aðalfundar fimmtudaginn 12. mars kl. 19:00. Fundurinn verður haldinn á Kringlukránni, í hliðarsal.

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði. Byrjað verður á því að fara lauslega yfir síðasta tímabil. Næst er rætt um nk. tímabil, mannabreytingar í stjórn félagsins og nýjar stefnur í heimasíðumálum sem og nýtt regluverk. Að lokum eru opnar umræður. Áætlaður fundartími er 90 mínútur.

Við gerum ráð fyrir að mótsgjald komi til með að hækka. Gjaldið verður á bilinu kr. 130-135þ. Farið verður yfir ástæður hækkunar á fundinum.
Staðfestingargjald verður kr. 50.000 og greiðist eigi síðar en 20. mars. Ef takmarka þarf fjölda liða í deildinni þá er miðað við hvenær greiðsla staðfestingargjalds berst.

Mikilvægt er að senda amk. einn fulltrúa frá hverju liði á fundinn. Vinsamlegast mætið tímanlega.


Stjórn Utandeildarinnar

Jæja komast ekki einhverjir heima a fundinn?

Minni svo á æfingu á morgunn ég mun væntanlega senda út sms :)