Síðasti leikur ársins
Nú er gleðin að taka öll völd. Erum að fara að mæta Elliða í "úrslitaleik" um 3ja sætið.
Ég hef ráðið Detective Mittens til að koma okkur í gírinn:
Þar sem ég hef litla hugmynd um hvað margir mæta í þennan leik þá hefur verið tekin ákvörðun um að stríðsglæpamennirnir Eiki, Bjarni S og Egill Tómas spili þennan leik þrátt fyrir að vera í banni. Við viljum ekkert fara leynt með það og vita Elliðamenn af þessari hugmynd.
Eftir leik verður svo brunað eitthvert sem menn vilja fara til að éta og svo beint á 108 Bar....whoop whoop
Mikilvægt að menn komi með 3000 kall sem fer allt í barinn og verðlaun sem ég hef verið að sanka að mér síðustu 3 mánuði.
Gauti ætlar að mæta með bassann sinn og syngja frumsamið lag um Hjöllann þannig þetta verður.........eitthvað
En við skulum láta Berndsen koma okkur í gírinn fyrir leikinn og kvöldið
kv Balli og Hvíta Perlan

<< Home