Heimasíða FC Hjörleifs: Hjörleifur 5 - 6 Léttir

laugardagur, febrúar 06, 2010

Hjörleifur 5 - 6 Léttir

Jæja fyrsti leikurinn 2010 búinn og var það naumt tap gegn Létti í miklum markaleik.

Byrjuðum leikinn betur þar sem við létum boltann ganga vel en þeir komust yfir á skyndisókn þar sem þeir notuðu eldinguna sína sem Höddi réð ekkert við og komst hann einn í gegn og skoraði.

Við jöfnuðum fljótt eftir það þegar Bjarni Schev átti stungusendingu á Heimi sem var ekki síðri elding en gæinn hjá hinum :)

Þeir komust svo í 3-1 og þá er eins og allt hafi farið í mola hjá okkur menn byrjuðu með eitthvað leiðindatuð og vitleysu. Svoleiðis bull á ekki að sjást, sérstaklega í æfingaleikjum hérna fyrir mótið. Allt í lagi að peppa menn upp og vera með læti í sér en ekki tuða og tuða sérstaklega í dómaranum og hvað þá liðsfélögum - Menn taka þetta til sín sem eiga ;)

Í hálfleik var staðan 5-2 fyrir þeim og ég man ekki hver skoraði mark numer 2 hjá okkur.

Í hálfleik röbbuðum við saman breyttum úr 4-4-2 í 4-5-1. Þetta virkaði fínt og komum við mun betri til leiks í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri.

Bjarni Guð byrjaði á að skora og minnka muninn í 5-3. Svo skoraði kjúklingurinn Sindri sitt fyrsta mark fyrir Hjöllann áður en þeir skoruðu sitt 6. mark. Staðan 6-4. Sindri setti svo annað uppí vinkilinn fyrir opnu marki eftir að hafa sólað sig í gegn - reyndari menn hefðu samt sýnt Hvítu perlunni virðingu og rennt boltanum á kjallinn ;) en hann lærir :þ

Staðan 6-5 og 12 mínútur eftir og hefðum við hæglega getað jafnað þennan leik en því miður náðist það ekki. Fyrsti æfingaleikurinn búinn.

Þeir sem mættu voru

Kiddi mark
Höddi
Valli sr
Dabbi
Gauti
Kobbi
Bjarni Guð
Hafliði
Bjarni schev
Balli
Heimir
Óli erling
Jón Grétar
Konni
Sindri

Mennirnir sem stóðu uppúr að mér fannst voru
Gauti
Heimir sérstaklega í fyrri hálfleik
Innkoma Sindra
og seinni hálfleikurinn hjá Hödda

Næst á dagskrá er æfing á mánudaginn og leikur á laugardaginn eftir viku í laugardalnum

kv, Frosna perlan