Heimasíða FC Hjörleifs: Hjörleifur 6 - 0 Fc Ice

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Hjörleifur 6 - 0 Fc Ice

Æfingaleikur nr. 2 búinn og var spilaður í þessari bongóblíðu í Reykjavík ótrúlegt að það skuli vera febrúar.

Leikurinn var gegn Fc Ice sem hafa verið í utandeildinni í fleiri ár en reyndar aldrei náð að blanda sér almennilega í toppbaráttuna - http://fcice.blogcentral.is/

Það var ágætis mæting í leikinn:

Ingimar mark
Höddi
Dabbi
Valli jr
Ívar
Bjarni schev
Bjarni Guð
Hafliði
Gauti
Óli Erling
Sindri
Ingó
Ari Jóns
Gunni Gísla
Balli

Byrjuðum leikinn ágætlega og vorum að láta boltann rúlla vel. Fljótlega fóru menn að verða graðir og byrja að detta of framarlega og fengu Fc Ice menn 2 ágætis færi útúr því.

Við þéttum miðjuna og héldum áfram að láta boltann ganga - Fyrsta markið kom eftir um 15-20 mínútna leik.

Á þessum tímapunkti voru menn orðnir óþreyjufullir á bekknum og komnir með leið á prumpubröndurum Perlunnar sérstaklega Gunnar Gíslason. Þannig honum var hent inná og Valli Jr settur uppá topp. Þessi meistaraskipting heppnaðist einstaklega vel og áður en menn vissu þá var Juniorinn búinn að setja 2 í leiknum.

Leikurinn datt niður hjá okkur á köflum og fór útí svona hnoð og úrslitasendingakeppni - en um leið og boltinn fór að rúlla í 2 snertingum þá opnaðist allt. Spilum lang best þegar við erum í þessum fáu snertingum upp kantana.

Bjarni Scheving kom sterkur inn í hægri bakvörðinn og náðu hann og Gauti mjög vel saman og er þetta eitthvað sem við getum nýtt okkur að mínu mati.

Það er nú óþarfi að fara meira í gegnum leikinn, Fc Ice var arfaslakt og sást greinilega að þeir hafa ekki verið að spila mikið saman margir hverjir.

Markaskorarnir voru:
Valli Jr 2
Bjarni Schev 1
Sindri 1
Ívar 1
Gauti 1

Erfitt að taka einhverja útúr þessum leik
Fannst Gauti sprækur - kom sér í nokkur færi í fyrri hálfleik og með góðar fyrirgjafir

Bjarni Schev var líka nettur og gaman að sjá hann og Gauta spila saman í seinni
Valli Jr flottur frammi skoraði 2 og var að fá hann flott í lappir og skila honum frá sér

Dr. Guðmundsson átti fína spretti og náði oft að losa boltann úr hnoðinu og útá vængina

Dabbi fínn í vörninni - svolítið villtur samt í klobbum og dúlleríi aftast gæti komið í bakið seinna meir

Ívar kom skemmtilega inní þetta ásamt Ara Jóns

Ingimar kom líka ágætur í markið svona í fyrsta leik

og ég ætla ekkert að skrifa um Gunna Gísla fyrr en hann hefur mætt á 2 æfingar í röð :)

Stefnan sett á leik á laugardag og æfing mánudag

kv, Bumbulíus