Bikarmeistarar 2004
Til hamingju Hjörleifs menn með þennan glæsilega árangur. Ekkert lið í sögu utandeildarinnar hefur tekist að sigra þessa keppni tvö ár í röð, og hvað þá tapað leik. Leikurinn fór vel af stað og vorum við mikið betri og höfðum leikinn í okkar höndum. Staðan í hálfleik 2-0. Mörk Auðunn og Kiddi.
Í síðari hálfleik voru leikmenn Puma með tökin á miðjunni og stjórnuðu leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark og enn lifðu 20 mínútur eftir af leiknum. Puma menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna en Geiri markvörður sýndi snilldar takta hvað eftir annað og hélt okkur í forystu. Áður en yfir lauk náði Auðunn að skora sitt annað mark og staðan orðin 3-1 og sigurinn í höfn. Leikmenn Puma höfðu ekki tíma til að byrja leikinn á ný því dómarinn flautaði leikinn af.
Til hamingju Hjöllar... Lengi lifi HÚRRA HÚRRA HÚRRA

<< Home