Skilaboð frá Hafliða
Sælir.
Ég fékk þau skilaboð frá Vigni að"bróðurpartur"liðsins teldi best að ég myndi hætta í liðinu en hann vildi ekki segja mér hverjir það eru. Hér með býðst ég til að hætta. Þeir sem ekki eru sáttir við það, sem sagt vilja hafa mig áfram, endilega tjá sig og vona ég að hinir sem telja best að ég fari geri það líka. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við mikla óánægju í minn garð þessi 2 síson sem ég hef spilað en auðvitað rífast menn stundum í þessu liði eins og öðrum.
Ég er alls ekki að reyna að splundra liðinu með einhverri kosningu heldur finnst mér bara ekki rétt að Vignir og Balli hafi vald til að "láta neinn fara", þó ég telji mig vita að þeir hafi fleiri með sér í því. Því ákvað ég í samráði við Vigni að gera þetta svona.
Ég vona að menn taki við sér og tjái sig. En hér með er ég hættur og vill þakka fyrir 2 góð sumur.
Kv. Hafliði

<< Home