Núna byrjar það!!!!
Núna eru tæpir 3 mánuðir í mót og tími til kominn að fara að koma sér í form :)
Núna frá 1. mars byrjar alvaran og þeir sem ætla að vera með í sumar verða að mæta á æfingarnar sem eru á miðvikudögum kl: 21:30.
Ég minni á æfingagjöldin sem eru 2000 krónur á mánuði(reikningsnumerið er hérna til hliða á síðunni) og hefur gengið svona og svona að rukka það en við erum með yfirlit yfir þá sem hafa borgað og við förum að fara yfir það og rukka þá sem skulda :(
Svo er það bara æfingin í kvöld klukkan 21:30 og svo leikur á laugardaginn. Það er eins gott að mæta á æfinguna því af henni ræðst hópurinn sem á að mæta í leikinn á laugardaginn
Aulaafsakanir yfir að komast ekki á æfinguna eru ekki teknar gildar
kv, Hvíta perlan

<< Home