Heimasíða FC Hjörleifs: Staðfestingargjald og æfing hell yeah

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Staðfestingargjald og æfing hell yeah

Sælir,

Staðfestingargjald

við bræðurnir erum búnir að borga staðfestingargjaldið fyrir mótið 25000 krónur og á þá eftir að greiða 85000 sem á að greiðast fyrir 15.apríl sem gerir 110.000 í heildina. Nú þurfum við að sjá hverjir ætli að vera með svo við getum reiknað út hvað þetta er mikið á manninn. Þannig látið ganga á þá sem hafa verið að spila með okkur hvort þeir ætli að vera með eður ei og látið vita hér on the hjörleif´s blog.

Æfing í kvöld

Svo er það æfing í kvöld. Væntanlega verður met hjörleifsæfing í kvöld þar sem mætingin hefur farið stigvaxandi frá því að súisædið byrjaði. Ég spái að undirritaður vinni það í kvöld enda var 2ja daga fyllerí um helgina og ætti það að gefa mér endalausa orku.
Einnig væri gaman að sjá gamalkunn andlit á æfingunni :)

kv, Balli blöðrusmellur