Heimasíða FC Hjörleifs: Æfingaleikir á Fram-velli og æfing á morgun!

mánudagur, nóvember 26, 2007

Æfingaleikir á Fram-velli og æfing á morgun!

Daginn,

Sveinn Rafn er að gera góða hluti sem æfingaleikjamálaráðherra FC Hjörleifs sbr.

"Já, ég gleymdi að segja ykkur það að ég bókaði Fram - gervigrasið fyrir æfingaleiki eftir áramót. Ég pantaði það á sunnudögum frá 18.00 - 19.30 og kostar það 12.000 kall í hvert skipti. Það er svona 500 kall á mann í hvern leik ef hitt liðið borgar á móti okkur. Hvernig lýst ykkur síðan á tímann, er hann að virka, smá umræðu um það takk, ef hann er ekki að virka vel þá verðum við að cancella og finna nýjan.
Kveðja Rabbi "

Endilega tjáið ykkur um það.

Mæta ekki allir á æfingu á morgunn (þri. 27. nóv.´07) kl. 22?

Kv., Hafliði.