HerraKvöld Þróttar
Já strákar, vildi skjóta hér inn þessu skemmtilega kvöldi á Föstudaginn næstkomandi eða 9.nóvember verður Herrakvöld Þróttar. Húsið opnar 19.00 og hægt að kaupa sér bjór og vínflöskur og fleira væntanlega. En miðinn er á 4800.kr og verður boðið uppá 2.rétta kvöldverð með frábærri dagskrá.
Veislustjóri verður Auðunn Blöndal (hver verður tekinn?)
Ræðumaður Dagur B. Eggerts (No comment)
Happdrætti - Málverkauppboð - Og hinir víðfrægu Reynisstaðabræður m/ skemmtiatriði.
Um að gera kanske að sameina lokahófið hjá okkur og skella okkur saman á Herrakvöldið og svo hittast hjá einhverjum eftir á og svo á djammið.
En ef þið viljið kaupa miða, verið fljótir að hafa samband við Ella í 6945923 því aðeins 160 miðar eru í boði og fara þeir væntanlega að verða uppseldir fyrr en seinna.
Sé ykkur á æfingu annaðkvöld kl.22.00 í Kórnum.
Kv. Valli sr. 6980245

<< Home