Heimasíða FC Hjörleifs: Æfing annan í hvíta sunnu

sunnudagur, maí 11, 2008

Æfing annan í hvíta sunnu

Hvað er uppi?

Það er æfing á morgun annan í hvíta sunnu. Ég er búinn að vera að skanna velli um alla reykjavíkurborg og hef fundið ágætis grasvöll handa okkur.

Æfingin er semsagt kl: 16:00 hjá orkuveitu/hitaveitu reykjavíkur í elliðarárdalnum nánar tiltekið rafstöðvarvegi 1(getið farið á já.is og leitað að því eða orkuveitu reykjavikur og séð kort).

Einhver lýsing hvernig þið finnið þetta........þið beygið til hægri í miðri ártúnsbrekkunni(ef þið eruð á uppleið brekkuna) og takið svo næstu beygju til vinstri og þá er völlurinn á hægri hönd.

Semsagt mæting 16:00 og hringið ef þið vitið ekki hvar þetta er 6997376

Svo fyrsti leikur á sunnudaginn eftir viku þannig það verða jafnvel fleiri æfingar í vikunni víst við erum ekki að ná neinum leikjum.