Heimasíða FC Hjörleifs: Leikur á miðvikudaginn gegn Dufþaki

mánudagur, júní 08, 2009

Leikur á miðvikudaginn gegn Dufþaki

Sælir,

Leikur á móti Dufþaki á miðvikudaginn mæting kl 19:45 TÍMANLEGA STRÁKAR á Framvöllinn

Spiluðum tvisvar við þá í fyrra töpuðum 4-2 í framlengingu í bikar og unnum 4-0 í úrslitakeppninni

Þjálfarateymið mætir á svæðið!!

hér er svo hin geysiskemmtilega hjölla duffa saga - bið menn um að kommenta hvort þeir komist eða ekki

Dufþakur var þræll Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar.Hann var Vestmaður, en svo nefndu víkingar breska og írska menn.

Hjörleifur var þekktur fyrir illa meðferð á þrælum sínum og heimilisfólki, hann barði það iðulega og niðurlægði á ýmsan hátt við hvert tækifæri sem gafst. Að því kom að einn maður meðal þrælanna ákvað að nú væri nóg komið.

Dag einn hugðist Hjörleifur berja litla stúlku fyrir þá sök eina að hafa hellt niður eilítilli mjólk, en þá tók Dufþakur til sinna ráða. Með hnefana eina að vopni skoraði hann Hjörleif, sem bar alvæpni, á hólm. Skemmst er frá því að segja, að Hjörleifur var barinn til óbóta, en Dufþakur fékk ekki skrámu.Þegar hér var komið við sögu var Hjörleifur orðinn svo hræddur við Dufþak að hann fékk hinn versta niðurgang, sem dró hann til dauða á tveimur dögum.

Þegar Ingólfur Arnarson frétti að fóstbróðir sinn hefði dáið með skitu og skömm vissi hann að hann yrði að hefna hans. Dufþakur frétti af þessu, en þó svo hann væri hetja mikil var við ofurefli að etja. Hann ákvað því að flýja út í eyjaklasa nokkurn úti fyrir suðurströnd landsins.Ingólfur komst að fyrirætlunum Dufþaks og elti ásamt mönnum sínum, sem voru fimm tugir.

Dufþakur varðist fimlega og náði að fella þrjá tugi af mönnum Ingólfs.Leikurinn barst upp í klett mikinn, sem í dag nefnist Heimaklettur, en þar var Dufþakur aðþrengdur og engin leið til að flýja. Þar sem öll sund voru lokuð ákvað Dufþakur að betra væri að hrapa til dauða síns en að falla í hendurnar á Ingólfi og villimönnum hans. Hann stökk því út í sandskriðu nokkra, sem bar hann að klettabrúninni og þeytti honum fram af.

Lík Dufþaks fannst aldrei, en andi hans er sagður halda verndarhendi yfir eyjaskeggjum enn þann dag í dag. Eyjarnar sem um ræðir eru Vestmannaeyjar og sandskriðan sem bar hetjuna til dauða síns nefnist Dufþekja…….