Heimasíða FC Hjörleifs: Hjölli 2 - 4 Berserkir EDITAÐ EFTIR SÍMTAL FRÁ B.SCHEVING

föstudagur, febrúar 19, 2010

Hjölli 2 - 4 Berserkir EDITAÐ EFTIR SÍMTAL FRÁ B.SCHEVING

Í kvöld lékum við leik við Berserki sem enduðu í 3.sæti B-riðils í 3ju deildinni í fyrra.

Í kvöld var að Gauti sem var coach og stóð sig með ágætum.
VIð byrjuðum leikinn vel og vorum að láta boltann ganga vel á milli manna en duttum stundum inná milli í hnoðið með boltann.

Bjarni scheving skoraði svo eftir svona 20 mínútna leik með HNITMIÐUÐU SKOTI(ÁÐUR FYRIRGJÖF) sem endaði í bláhorninu. Sanngjarnt 1-0. Þeir jöfnuðu svo 1-1.

Rétt fyrir hálfleik vann Ingó boltann hjá okkar eigin vítateig, gaf á Balla sem færði hann yfir a Hafliða sem setti hann uppí hornið á Gunna Gjí sem klessti honum fyrir á utanlandsfaran Eirík hinn mikla sem setti hann yfir markmann og inn. Enn eitt fallega onetouchuppallanvöllinn mark.

Staðan í hálfleik 2-1.

Í seinni hálfleik byrjuðu menn að týnast frá okkur einn og einn. Þeir byrjuðu á að jafna leikinn 2-2 og var leikur okkar smátt og smátt frekar ruglingslegur. Nýjir menn að koma inn og menn í stöðum sem þeir eru ekki vanir.

Í stuttu máli þá unnu þeir leikinn 4-2. Voru þeir bara í betra formi en annars var þetta fínt og á góðum degi eigum við í fullu tré við þessa gæja.

Áfram þá spilum við langbest í stutta fáu snertinga spilinu okkar og að setja hann upp kantana. Það er fullt af ljósum punktum í þessu og gefur okkur bara gott fyrir framhaldið.

Hjörtur meiddist í leiknum og vonum við að það sé ekki slæmt - en hann fær klárlega Höllywood verðlaunin í lok sumars, held það sé klappað og klárt ;)

Held ég taki bara Scheving út sem mann leiksins

yfir og út - kveðja frá Balla Kút( wow MÓRI hvar ertu?)