Heimasíða FC Hjörleifs: Hjölli 5 - 1 Dragon

laugardagur, febrúar 13, 2010

Hjölli 5 - 1 Dragon

Enn einn æfingaleikurinn búinn á stuttum tíma. Andstæðingar okkar í þetta sinn voru Fc Dragon sem við unnum síðasta sumar 4-0

Mættir voru

Balli
Ingimar
Höddi
Gauti
Bjarni G
Bjarni S
Egill björns
Hjörtur
Gunni G
Valli Jr
Sindri
Dabbi
Óli erling mætti í seinni

Leikurinn byrjaði á fullu og vorum við að láta boltann ganga ágætlega á milli manna. Dragon menn fengu dauðafæri einn á mót markmanni en vorbragur var á finishinu og endaði boltinn vel framhjá.

Kom svo aað því að Gunni Gjí fékk boltann í þröngu færi og tróð boltanum í gegnum þvögu dragon manna uppí vinkilinn með þrumuskoti

Stuttu seinna skoruðum við annað mark þar sem Bjarni Schev fékk boltann fyrir utan og setti hann í fjærhornið.

Staðan í hálfleik var 2-0

Í hálfleik var gerð meistaraskipting af þjálfara liðsins þegar Hvíta perlan var tekin úr kælingu og skellt inní leikinn :)

Balli var fljótur að koma sér á bragðið þegar Dragon maður hreinsaði boltanum í rassgatið á sínum eigin manni og viti menn boltinn datt fyrir fætur Perlunnar einn á móti markmanni - vel gert ÉG :)

Næstur að verki var Hjörtur nýliði eftir svakalegt spil um hægri vænginn sem minnti helsta á einhverja Joga Bonito auglýsingu sem endaði með galdralegri sendingu útí teiginn frá Perlunni beint á Hjört sem tók hann í fyrsta og MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!

Perlan var ekki hætt og setti fljótlega annað mark og staðan 5-0

Dragon menn skoruðu jafn harðan - Sigurinn hefði getað verið stærri en Hjöllamenn klúðruðu nokkrum deddurum.

Bestu menn:

Scheving
Valli var flottur frammi og er að spila fanta vel í framherjanum
Bjarni G alltaf solid
Hjörtur kom sterkur inn
Egill björns fínn
Gunni G var góður þrátt fyrir að hafa ekki mætt á margar æfinga :P

Annars erfitt að taka einhverja út

kv þjálfi

æfing á mánudaginn