Heimasíða FC Hjörleifs: Hjölli 6 Áreitni 2

laugardagur, mars 20, 2010

Hjölli 6 Áreitni 2

Það er loksins komið að umfjölluninni um fyrsta leikinn í ÍR OPEN 2010.

Mættum liði Áreitnis sem er nú alls ekki hátt skrifað utandeildarlið og sást það strax frá fyrstu mínútu.
Þeir lágur nánast allir fyrir aftan boltann og vorum við að láta boltann ganga á milli manna í öftustu línu sem gekk ágætlega.

Fljótlega skoraði Ívar sitt annað mark á undirbúningstímabilinu. Skot frá vinstri í fjærhornið whoop whoop.

Næst skoraði Gunni gjí eftir að hafa prjónað sig í gegn um arfaslaka vörn Áreitnis. Einnig annað mark hans í vetur.

Þriðja markið að ég held hafi verið mark kidda mark :) Vítaspyrna af 30 metra færi :) Storglæsilegt og fer að challenga fyrir hlutverk spotkickersins.

4 markið skoraði Heimir eftir ágætis spil og renndi honum snyrtilega framhjá áreitnis goalie. 2.mark hans í vetur.

Þá loksins fór eitthvað að gerast. Ívar sá að það þurfti eitthvað að gerast og skipti sjálfum sér útaf og inná kom Hvíta Perlan. Fljótlega fór boltinn upp vinstri vænginn þar sem Hjalti og Marínó léku sér saman og Marínó skellti þessari svaka fyrirgjöf á skallann á perlunni sem gerði sér lítið fyrir og setti hann í hornið og fékk hnefann á markmanninum í faceið. Tók nettan hollywood á þetta a la Hjörtur og reisti sig svo við og fagnaði ógurlega.

Stuttu seinna er klafs inní teig áreitnis þegar Hjalti fær boltann og af virðingu við perluna ákveður hann að vippa honum á hana í stað þess að skjóta og viti menn Perlan búin að setja 2 mörk með skalla. Hver er þessi maður??? 4 mörk í vetur (7 með leiknum gegn old boys ;þ )

Áreitni skoraði 2 þarna í millitíðinni en þetta var einn af leiðinlegri leikjum sem ég hef tekið þátt í.

Eitt sem ég vill sjá í næsta leik og það er að við förum að halda hreinu whoop whoop

kv Balli