Heimasíða FC Hjörleifs: Hjölli vs Keppnis og Hjölli vs Grundarfjörður

laugardagur, mars 27, 2010

Hjölli vs Keppnis og Hjölli vs Grundarfjörður

2 umfjallanir í einu skrifaðar kl 09:53 a laugardagsmorgni.....

Hjölli 7 keppnis 1

Tókum léttan töflufund fyrir leik og það átti eftir að skila sér.

Fyrirfram bjuggumst við nú við meiri mótspyrnu frá Keppnismönnum en þegar líða fór á leikinn þá var fljótt ljóst hver var sterkari aðilinn í leiknum.

Eiki skoraði fyrsta markið með skalla eftir frábæra sendingu frá Bjarna Schev frá vinstri beint á kollinn á Eika sem stýrði knettinum í hornið.

Eftir þetta þá fórum við í svolítinn klafsfótbolta og boltinn var ekki að ganga nógu vel á milli manna. Skelltum Hansa inná fyrir framan miðjuna til að koma spili í gang og stuttu seinna eftir flott spil þá skoraði Bjarni Guðmunds með vinstri :)

3ja markið skoraði svo Hansi sjálfur með skalla eftir Hornspyrnu....ekki rétt?

4ja markið skoraði Valli jr aftur eftir flott spil þar sem hann fékk boltann útí teiginn og setti hann með vinstri í hornið.

5 Markið koma eftir hornspyrnu þegar Hörður sturluson fleygði sér fram í flugskalla á nærstöng en tók hann með mjöðminni og í markið "stórkostlegt"

6 markið skoraði Perlan ógurlega fyrir utan teig sem gerist nánast aldrei. Utanfótar að sjálfsögðu.

7 markið koma eftir hornspyrnu og var það Dabbi sem setti hann í skeytin.

Þeir klöfsuðu svo aðeins í bakkann í stöðunni 6-0 með fyrirgjöf sem datt yfir Kidda sem var sofandi áfengisdauða í markinu :)

Flottur leikur og vel gert að halda áfram þrátt fyrir litla mótspyrnu.

Hjölli vs Grundarfjörður

Áttum leik í gær við lið Grundarfjarðar sem eru að spila í 3ju deildinni í sumar. Bjuggumst við góðu fótboltaliði í heimsókn í laugardalinn.

Við mættum fáir og vantaði marga í liðið okkar en við látum svoleiðis ekkert trufla okkur.

Í byrjun leiks vorum við betri aðilinn og vorum að ná að koma smá spili í gang og Grundfirðingar ekki alveg mættir. Eiki fékk 2-3 skallafæri eftir sendingar frá Herra Scheving en inn vildi boltinn ekki.

Grundarfjörður fær svo hornspyrnu sem þeir skora úr eftir mikið klafs í teignum og brot á Hödda að okkar mati :)

FLjótlega svörum við þessu með marki frá hinni eldingunni í liðinu Hansa Herb. sem stakk sér í gegn eftir sendingu frá Hödda eða Bjarna (man ekki) og renndi honum framhjá markmanni grundfirðinga. 1-1

Þarna var leikurinn í járnum og kominn smá barátta í þetta og nöldur farið að koma í ljós hjá báðum liðum.

man svo ekki hvort þeir hafi komist yfir eða við.....þeir skoruðu allavega úr vítapsyrnu sem þeir fengu eftir brot sem Dabbi vill meina að sé bull :)

Dabbi skoraði svo eftir hornspyrnu og er hann farinn að setja hann reglulega sem er bara massívt.

Stuttu seinna fær Hansi aftur boltann í gegn og vippar stórglæsilega yfir markmann þeirra og staðan orðin 3-2

Í hálfleik förum við aðeins yfir málin róum okkur niður og hættum öllu nöldri og rugl tæklingum. Létum þá sjá um þetta allt.

Við náum upp flottu spili og Dabbi fær boltann og setur hann auðvitað langan fram a fljótasta mann vallarins sem nær að skalla boltann yfir goalieinn en fær hnefann í andlitið og drúúúúd víti. Hansi kemur og leggur boltann fallega í netið. 4-2 og þeir orðnir verulega pirraðir yfir að vera að tapa fyrir utandeildarliði.

Held að núna hafi tveim leikmönnum verið vísað útaf fyrir smá púst en þar sem þetta var æfingaleikur þá skelltum við bara öðrum inn.

Hansi setti svo fjórða markið eftir að hafa leikið á 2 Grundfirðinga og held að hann hafi gulltryggt sér mann leiksins. Fékk samt ekki að eiga boltann eftir leikinn.


Bjarni scheving skoraði næst langþráð mark úr aukaspyrnu sláin inn vel gert.

Flottur leikur hjá okkur gegn örugglega slöku 3ju deildarliði :)

kv Balli farinn í sporthúsið til brósa.....Hata hann

Maður leiksins Hansi