Heimasíða FC Hjörleifs: Æfingaleikur ofl.

mánudagur, apríl 11, 2005

Æfingaleikur ofl.

Sælir,

okkur býðst leikur sem ég þáði með þökkum n.k.laugardag gegn Khumo Rovers/Marshall. Þeir eru víst geysisterkir, hafa skv.því sem ég best veit verið að spila grimmt og ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu. Einnig fóru þeir í úrslitakeppnina í fyrra.

Leikurinn, sem fer fram á Framvellinum, byrjar kl.17:30, mæting um kl.17:00, kr.500 á kjaft. Muna að skrá sig og aðra sem þið vitið að munuð mæta. - Ég er ekki viss um hvort við fáum búningaaðstöðu svo það er kannski vissara að mæta klæddur.

Einnig minni ég enn og aftur á æfingagjöldin, nokkuð margir sem eiga eftir að borga.

Og svona að lokum, hvað segja menn með bolta í kvöld?

Kv.Hafliði - ástmaður friðarins