Ýmis mál
Jæja þá er þessu uppblásna leiðindarmáli lokið í bili og ættum við að geta farið að einbeita okkur að knattsparki.ég set hér inn nokkra hluti sem að við þurfum að huga að og vil ég endilega að menn tjái sig um þetta.
Lagt var til á síðasta fundi að færa æfingarnar fram um klukkutíma og hafa þær kl.1900 en áfram á mánudögum og miðvikudögum.æfingargjöldin verða að fara að greiðast, við eigum að skila þessu af okkur eftir 7daga þannig að þeir sem að eiga eftir að greiða eru vinsamlegast beðnir um að gera eitthvað í sínum málum.við þurfum að fara að taka einhverja æfingarleiki og hugsa ég að við þyrftum í kringum 5-6 leiki fram að móti, gaman væri að vita hvort það geti ekki einhver reddað leikjum við fyrsta eða annan flokk einhvers liðs, eða reddað bara einhverjum leikjum
Einnig þarf að kjósa nýjan fyrirliða þar sem að okkar ást-og sigursæli fyrirliði er farinn í víking til DK. Fínt væri ef að menn gætu tilnefnt einhvern og svo yrði bara kosið.
svo er það að lokum ef að einhver vill eiga við stjórnun liðsins eða hefur eitthvað út á hana að setja þá væri gaman að heyra eitthvað. ef að enginn lætur í sér heyra þá eru allir væntanlega sáttir við þá sem að stjórna þessu (Balli, Eiki, Vignir)
kv,Eiki

<< Home