Heimasíða FC Hjörleifs: ágúst 2010

laugardagur, ágúst 28, 2010

FRAMHALDIÐ - ÚRSLITAKEPPNIN

Sælir herramenn,

sumarið hjá okkur hefur verið ágætt hjá okkur hingað til en hefðum við þó viljað vera á toppnum í riðlinum.

Við byrjuðum seasonið mjög vel með 2 4-0 sigrum á Geirfuglum og SÁÁ og stefndi allt í easy ride i gegnum riðilinn.

Næsti leikur var gegn Esjunni þar sem við komumst í 2-0 og leikurinn í okkar höndum þegar þeir slugsast til að skora þegar 17 mín eru eftir og setja 2 eftir það og staðan orðin 3-2 þeim í hag og við í ruglinu en náum að bjarga andlitinu og setjum eitt í lokin.

Þá er komið að því að við hittum ROCK BOTTOM á þessu seasoni og mættum Norðurálsmönnum. Það er lítið hægt að segja um þann leik nema algjört slugs og vanmat. Þeir vinna okkur 3-2 og er það eini sigurleikur þeirra í sumar. Við fáum 2 rauð í lokin.

Tókum móralskan á hinum rómaða stað Elvis bar og það skilaði sér í 2 sigrum á Fc Dragon 4-0 og Vatnaliljum 4-1.

Því næst fylgja svo 2 jafntefli 1-1 gegn KH(val b) og 2-2 gegn Hönd Mídasar þar sem við fáum 2 rauð. Hefðum mátt vera skynsamari í leiknum gegn hendinni. Þegar við erum í svona baráttu leik og komumst einu marki yfir og stutt eftir þá eigum við ekki að vera að flýta okkur svona að hlutunum og hvað þá miðverðirnir að bera upp boltann. Þurfum að spá í þessu fyrir úrslitakeppnina.

Við eigum einn leik eftir gegn toppliði Ögna en svona lítur riðillinn út.

B-riðill L U J T Mörk Stig
1 UFC Ögni 8 6 1 1 29:13 19
2 Fc Dragon 9 5 3 1 24:19 18
3 SÁÁ 9 5 1 3 21:18 16
4 Hjörleifur 8 4 3 1 24:10 15
5 KH 8 3 2 3 20:15 11
6 FC Hönd Mídasar 9 3 2 4 24:24 11
7 Esjan 8 2 3 3 19:24 9
8 Vatnaliljur 9 2 3 4 18:26 9
9 Geirfuglar 8 1 2 5 13:26 5
10 FC Norðurál 8 1 0 7 12:29 3

Við erum öruggir áfram en það er bara spurning um sæti. Getum lent í 2, 3 eða 4. Ef við spáum i milliriðlunum þá lítur allt út fyrir að best sé að lenda í 3.sæti og það þýðir jafntefli í síðasta leik en við erum ekkert að spá í því samt :)

Núna á sunnudaginn hefst undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina. Það verður æfing í laugardalnum á sunnudaginn kl 16:30 og eru ALLIR sem ætla sér að vera með í úrslitakeppninni og fara í hana af fullum hug beðnir um að mæta, skiptir ekki hvort menn séu þunnir, meiddir eða í banni. Ef menn komast ekki þá hringja í Balla s 6997376 og það eru bara afsakanir á borð við jarðarfarir og þess háttar teknar gildi. Gerum þetta af alvöru drengir.

Það er bara þannig að það er betra að fara í úrslitakeppnina með 12 manna hóp sem er tilbúinn í verkefnið heldur en 16 manna sem eru allir að spá i einhverju öðru.

ERU EKKI ALLIR KLÁRIR Í ÞETTA?

Enda þetta með meistara Al Pacino




kv Balli