Heimasíða FC Hjörleifs: maí 2008

miðvikudagur, maí 28, 2008

Einkunnagjöf

Fínn leikur erfitt að gera upp á milli hver stóð sig best en við skulum koma samt með einkunnargjöf:

Sindri: 8,5 reyndi kannski ekki mikið á hann en hann gerði engin mistök og stjórnaði framherjunum sem að voru í vörninni fyrir framan sig mjög vel.

Ólí bró. 7,5 massaður ekkert vesen og fínir sprettir framm á við

Valli Jr. 8 í nýrri stöðu bjargaði marki með frábærri tæklingu og var mjög solid allann leikinn

Bjarni 6 einnig í nýrri stöðu og kanski ekki í formi fyrir heilan leik en komst engu að síður ágætlega frá sínu.

bróðirhansIngó 5,5 byrjaði mjög líflega var að sóla menn fram og til baka og fiskandi aukaspyrnur um allan völl, dró svo af honum þegar að líða fór á leikinn vantar aðeins að skila boltanum á næsta mann

Óli E 7,5 Flottur leikur hjá óla mjög öruggur á boltan leitaði alltaf af næsta manni og setti frábært mark, einhver meiðsli fóru svo að draga af honum þegar að líða fór á leikinn.

Höddi 8,5 stórgóður allan leikinn þeir voru ekkert að komast að boltanum þegar hann var að rúlla stutt á milli manna á miðjunni og Höddi var yfirleitt hluti af þessu stutta spili

Jói 8 þvílíkt comback hjá Janice mark og stoðsending, ég eslka Jóa

Balli 7,5 hljóp örugglega meira en í öllum leikjunum til samans í fyrra (þetta er hrós ekki diss balli) hélt boltanum mjög vel einn uppi og barðist vel

menn leikins ss. Höddi og Sindri


endilega tökum æfingu í vikunni þó að það sé ekki nema á rafveituvellinu gömlum mönnum eins og mér veitir ekki af því að hreyfa sig aðeins.

Eiki

sunnudagur, maí 25, 2008

Bikarleikur á morgun

Staður: Ásvellir

dagur: 26.05.08 mánudagur

mæting: 18:50

mótherji: Björninn

mæta með sokka og stuttbuxur. Hverjir koma og latið þetta ganga til allra

minni á að greiða gjaldið

fimmtudagur, maí 22, 2008

GJALDIÐ

Sælir drengir,

Eins og ég hef sagt áður þá er ég búinn að borga gjaldið, keypti markmannshanska og var rétt í þessu að kaupa 3 mitre bolta á tilboði hjá Jóa Útherja. Gjaldið var 110.000 hanskarnir 3500 og mitre boltarnir 15000(stykkið kostar 9990 en það er einhver utandeildardíll í gangi). Þetta gera 128.500 krónur sem ég hef greitt og er til í að fá það til baka :)

Gjaldið á per einstakling er 8000 krónur og leggist inná reikning 515-14-420502 kennitala 2011814619. Munið að setja skýringu með svo ég viti hver er hvað.

ATH. ÞETTA ER NÝR REIKNINGUR EKKI SÁ GAMLI.

Næst á dagskrá er að hafa æfingu á laugardaginn og svo leikur á mánudaginn í bikarnum.

Æfingin á laugardaginn er klukkan 16:00 látið þetta ganga og meldið ykkur í commentum.

ÍTREKA LÍKA AÐ BORGA MAÐUR ER ASSSSSKOTI BLANKUR HERNA :(

Kv, White Pearl

föstudagur, maí 16, 2008

Fyrsti leikur sumarsins

Þá er komið að því!!!!

Fyrsti leikur sumarsins verður á sunnudaginn á móti vatnsberum. Mæting er á FRAM - völlinn kl: 18:50. Menn VERÐA að mæta tímanlega til að sjá hverjir koma og fylla út skýrsluna.

Búinn að tala við Sindra markmann hann mætir, egill mætir, ég mæti og óli bró.
Höddi verður ekki.

Hverjir aðrir koma eða koma ekki.....auðveldar mér mikið ef þið látið vita í kommentunum :)

sunnudagur, maí 11, 2008

Æfing annan í hvíta sunnu

Hvað er uppi?

Það er æfing á morgun annan í hvíta sunnu. Ég er búinn að vera að skanna velli um alla reykjavíkurborg og hef fundið ágætis grasvöll handa okkur.

Æfingin er semsagt kl: 16:00 hjá orkuveitu/hitaveitu reykjavíkur í elliðarárdalnum nánar tiltekið rafstöðvarvegi 1(getið farið á já.is og leitað að því eða orkuveitu reykjavikur og séð kort).

Einhver lýsing hvernig þið finnið þetta........þið beygið til hægri í miðri ártúnsbrekkunni(ef þið eruð á uppleið brekkuna) og takið svo næstu beygju til vinstri og þá er völlurinn á hægri hönd.

Semsagt mæting 16:00 og hringið ef þið vitið ekki hvar þetta er 6997376

Svo fyrsti leikur á sunnudaginn eftir viku þannig það verða jafnvel fleiri æfingar í vikunni víst við erum ekki að ná neinum leikjum.