Heimasíða FC Hjörleifs: apríl 2008

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Leikur á Laugardaginn

Það er rétt drengir. Nú er allt að gerast búnir að taka einn leik og hann fór bara eins og hann fór og óþarfi að hengja haus yfir því.

Það er kominn annar leikur á planið og það er á LAUGARDAGINN MÆTING KL: 15:30 Á FRAMVELLINUM KAPÍSSSSSS. já á móti Dufþaki

Völlurinn með dómara er á 7-8000 kr sem gerir 500 kall á kjaft ef við erum 16. Svo allir að muna eftir 500 krónunum og ég treysti á að menn fjölmenni í þennan leik.

Hvet alla til að tilkynna mætingu hér inná svo ég þurfi ekki að sitja sveittur og hringja í mannskap á föstudag og laugardag.

Þeir sem vilja svo halda Hjörleifshóf um kvöldið er velkomið að bjóðast til þess :)

mánudagur, apríl 28, 2008

Leikur í kvöld

Leikur í kvöld við tlc á gervigrasinu hja aftureldingu mæting klukkan 20:30 með 500 krónur í farteskinu.

Hverjir mæta?

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Staðfestingargjald og æfing hell yeah

Sælir,

Staðfestingargjald

við bræðurnir erum búnir að borga staðfestingargjaldið fyrir mótið 25000 krónur og á þá eftir að greiða 85000 sem á að greiðast fyrir 15.apríl sem gerir 110.000 í heildina. Nú þurfum við að sjá hverjir ætli að vera með svo við getum reiknað út hvað þetta er mikið á manninn. Þannig látið ganga á þá sem hafa verið að spila með okkur hvort þeir ætli að vera með eður ei og látið vita hér on the hjörleif´s blog.

Æfing í kvöld

Svo er það æfing í kvöld. Væntanlega verður met hjörleifsæfing í kvöld þar sem mætingin hefur farið stigvaxandi frá því að súisædið byrjaði. Ég spái að undirritaður vinni það í kvöld enda var 2ja daga fyllerí um helgina og ætti það að gefa mér endalausa orku.
Einnig væri gaman að sjá gamalkunn andlit á æfingunni :)

kv, Balli blöðrusmellur