Heimasíða FC Hjörleifs: apríl 2006

sunnudagur, apríl 30, 2006

Vængir Júpíters

Sælir,

Hvað fannst mönnum um leikinn?

Mér fannst þetta bara ágætis leikur miðað við það að við róteruðum helvíti mikið(einhver að missa sig í Mourinho leiknum). En náttúrurlega í leikjum í sumar verður ekki róterað alveg svona mikið :)

Allavega minni á mánaðargjöldin 2000 krónur, leggja það inn a.s.a.p. Þeir sem fengu ekki klósettpappír gætu átt von á símtali frá mér bráðlega. Ég minni einnig á ef að einhverjir geta selt pappír þá eru Valli og Jói í vandræðum með sína.

Bjór á Ölver eftir æfingu á miðvikudag? ég er til

kv, George "balli" Best

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Vængir Júpíters á laugardaginn

Sælir,

æfingaleikur við vængi júpíters á laugardaginn. Mæting 16:30 á framvöllinn.

Hverjir koma?

mánudagur, apríl 24, 2006

Spá fyrir sumarið

Sælir nú eru riðlarnir komnir á hreint og er hægt að nálgast þá hér

Annað, var að fá email frá forsvarsmönnum og þeir voru að biðja öll lið um að spá í topp 4 liðin í sumar. Svo komið með einhverjar hugmyndir svo getum við sent það.

Svo er leikur á laugardaginn þannig allir að reyna að vera fríir þá erum að reyna að negla eitthvað af sterkari liðunum

föstudagur, apríl 21, 2006

Leikur á laugardag

Leikur á morgun laugardag við Vatnsbera. Mæting kl 15:30.

Tilkynnið mætingu í commentum

mánudagur, apríl 17, 2006

Leikur á morgun þriðjudag 18. apríl

Sælir,

það er leikur á morgun þriðjudag mæting klukkan 21:30 á framvöllinn gegn Dufþaki.

ALlir að láta vita hér hvort þeir komist eða ekki og láta aðra vita af því svo ég þurfi ekki að hringja í alla á morgun veivei.

kv, Balli páskaungi

föstudagur, apríl 07, 2006

Æfingaleikur á sunnudaginn

Sælir,

það er breyting a....var búinn að pósta herna inn að það yrði æfing á morgun laugardag en það breyttist.

Það er æfingaleikur við Keppnis á sunnudaginn á Ásvöllum. Mæting klukkan 18:00

Allir að mæta og hafa gaman af.

Tilkynnið komu hér að neðan

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Pappírinn er kominn

Pappírinn er kominn í hús,

Þeir sem voru búnir að leggja inn pening er beðnir um að koma a.s.a.p. heim til balla og ná í.

Barðavogur 17 sími 6997376

laugardagur, apríl 01, 2006

Allir að skíta

Sælir,

Það hefur verið ákveðið eins og flestir ættu nú að vita að við munum ætla að fjármagna sumarið með klósettpappírssölu.

Við þurfum að hafa svoldið hraðar hendur við að koma honum út þannig að ég og Bjarni ætlum okkur að hringja og reka á eftir mönnum að greiða fyrir pappírinn (5000 krónur) það þarf að vera komið inná á mánudaginn(fyrir þá sem eru ekki 2006 væddir og ekki komnir með netbanka)

Ég fór og stofnaði nýjan reikning fyrir þetta þannig þið leggið inná reikning 527-14-602978 kt.2011814619

Svo eru líka æfingagjöldin fyrir apríl mánuð 2000 kall....getið látið það fylgja greiðslunni.

Þetta er kannski mikill peningur núna allt saman en í staðinn þá þurfum við sennilega lítið að púnga út í sumar.

Þannig að allir kommon borga og ekki láta mig og bjarna þurfa að hringja í ykkur til að reka á eftir ykkur það kostar peninga og er hundleiðinlegt

Kv, Balli skemmtanastjóri innheimtunnar