Heimasíða FC Hjörleifs: febrúar 2010

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

ÍR OPEN RIÐLAR

A RIÐILL

VÆNGIR JÚPITERS
VATNALILJUR
BJÖRNINN
FC DRAGON
ÁREITNI

B RIÐILL
HJÖRLEIFUR
SÁÁ
FC ICE
KEPPNIS
LÉTTIR/ÍR


hvernig líst mönnum á þetta? muna að það kemur ekki hvað það eru komin mörg comments!!!

kv balli

mánudagur, febrúar 22, 2010

Þeir sem hafa greitt!!!!!

Þessir hafa greitt hjöllanum kl 23:29 22.02.10

Höddi 6000
Ingó 3000
Bjarni G 3000
Hafliði 3000
Danni 3000
Sindri 3000
Ívar 3000
Valli Jr 3000
Örvar 1500

Skuldum Eika 7000
Skuldum Balla 16.000

Þeir sem hafa samið við Balla
Gauti
Dabbi
Valli sr

Ír Open 40.000
Utandeildin 140.000
Búningamál og boltar *****
VISA bikarinn ******


KOstar penge drengir -

kv Balli blanki

ps. það stendur ekki hvað eru komin mörg comment í þessu nýja kerfi þannig menn verða að smella á comments ;)

sunnudagur, febrúar 21, 2010

ÍR OPEN

What up!!

Riðillinn kominn í ÍR OPEN

Hjölli
Sáá
Léttir
Fc Moppa
Henson

Hinn riðillinn

Vatnaliljur
Vængir Júpíters
Vatnsberar
Áreitni
RWS

22.mars sunnudagur Hjölli vs SÁÁ kl: 16:00
29.mars sunnudagur Hjölli vs Léttir kl: 14:30
5.apríl sunnudagur Hjölli vs Fc Moppa kl: 18:30
19.apríl sunnudagur Hjölli vs Henson kl: 19:00

Úrslitaleikur spilaður milli 24.apríl og 30.apríl

Við munum spila nokkra æfingaleiki fram að þessu og verður þetta mót notað til að fínpússa það hvernig við munum spila í sumar.

Minni sauði á að klára að greiða 3000 kallinn áður en næstu mánaðarmót koma nema að þeir vilji taka double þá. Þetta kostar allt peninga drengir

kv Balli

föstudagur, febrúar 19, 2010

Hjölli 2 - 4 Berserkir EDITAÐ EFTIR SÍMTAL FRÁ B.SCHEVING

Í kvöld lékum við leik við Berserki sem enduðu í 3.sæti B-riðils í 3ju deildinni í fyrra.

Í kvöld var að Gauti sem var coach og stóð sig með ágætum.
VIð byrjuðum leikinn vel og vorum að láta boltann ganga vel á milli manna en duttum stundum inná milli í hnoðið með boltann.

Bjarni scheving skoraði svo eftir svona 20 mínútna leik með HNITMIÐUÐU SKOTI(ÁÐUR FYRIRGJÖF) sem endaði í bláhorninu. Sanngjarnt 1-0. Þeir jöfnuðu svo 1-1.

Rétt fyrir hálfleik vann Ingó boltann hjá okkar eigin vítateig, gaf á Balla sem færði hann yfir a Hafliða sem setti hann uppí hornið á Gunna Gjí sem klessti honum fyrir á utanlandsfaran Eirík hinn mikla sem setti hann yfir markmann og inn. Enn eitt fallega onetouchuppallanvöllinn mark.

Staðan í hálfleik 2-1.

Í seinni hálfleik byrjuðu menn að týnast frá okkur einn og einn. Þeir byrjuðu á að jafna leikinn 2-2 og var leikur okkar smátt og smátt frekar ruglingslegur. Nýjir menn að koma inn og menn í stöðum sem þeir eru ekki vanir.

Í stuttu máli þá unnu þeir leikinn 4-2. Voru þeir bara í betra formi en annars var þetta fínt og á góðum degi eigum við í fullu tré við þessa gæja.

Áfram þá spilum við langbest í stutta fáu snertinga spilinu okkar og að setja hann upp kantana. Það er fullt af ljósum punktum í þessu og gefur okkur bara gott fyrir framhaldið.

Hjörtur meiddist í leiknum og vonum við að það sé ekki slæmt - en hann fær klárlega Höllywood verðlaunin í lok sumars, held það sé klappað og klárt ;)

Held ég taki bara Scheving út sem mann leiksins

yfir og út - kveðja frá Balla Kút( wow MÓRI hvar ertu?)

laugardagur, febrúar 13, 2010

Hjölli 5 - 1 Dragon

Enn einn æfingaleikurinn búinn á stuttum tíma. Andstæðingar okkar í þetta sinn voru Fc Dragon sem við unnum síðasta sumar 4-0

Mættir voru

Balli
Ingimar
Höddi
Gauti
Bjarni G
Bjarni S
Egill björns
Hjörtur
Gunni G
Valli Jr
Sindri
Dabbi
Óli erling mætti í seinni

Leikurinn byrjaði á fullu og vorum við að láta boltann ganga ágætlega á milli manna. Dragon menn fengu dauðafæri einn á mót markmanni en vorbragur var á finishinu og endaði boltinn vel framhjá.

Kom svo aað því að Gunni Gjí fékk boltann í þröngu færi og tróð boltanum í gegnum þvögu dragon manna uppí vinkilinn með þrumuskoti

Stuttu seinna skoruðum við annað mark þar sem Bjarni Schev fékk boltann fyrir utan og setti hann í fjærhornið.

Staðan í hálfleik var 2-0

Í hálfleik var gerð meistaraskipting af þjálfara liðsins þegar Hvíta perlan var tekin úr kælingu og skellt inní leikinn :)

Balli var fljótur að koma sér á bragðið þegar Dragon maður hreinsaði boltanum í rassgatið á sínum eigin manni og viti menn boltinn datt fyrir fætur Perlunnar einn á móti markmanni - vel gert ÉG :)

Næstur að verki var Hjörtur nýliði eftir svakalegt spil um hægri vænginn sem minnti helsta á einhverja Joga Bonito auglýsingu sem endaði með galdralegri sendingu útí teiginn frá Perlunni beint á Hjört sem tók hann í fyrsta og MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!

Perlan var ekki hætt og setti fljótlega annað mark og staðan 5-0

Dragon menn skoruðu jafn harðan - Sigurinn hefði getað verið stærri en Hjöllamenn klúðruðu nokkrum deddurum.

Bestu menn:

Scheving
Valli var flottur frammi og er að spila fanta vel í framherjanum
Bjarni G alltaf solid
Hjörtur kom sterkur inn
Egill björns fínn
Gunni G var góður þrátt fyrir að hafa ekki mætt á margar æfinga :P

Annars erfitt að taka einhverja út

kv þjálfi

æfing á mánudaginn

fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Hjörleifur vs Fc Dragon

Whoop whoop,

laugardagsleikur coming up sem kallar á bjór og herlegheit eftir á :)

Leikur við Fc Dragon í laugardalnum

Mæting: 14:30 seint þýðir bekkjaseta að hætti Double G(Gunna Gísl) fyrir þá sem ekki muna

Hvar: Laugardal
Klefi: Jebb
Gleði: Jebb
Höddi í vinstri bak: Jebb

Koma ekki allir dúllur - veit að Ívar er að vinna til 18

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Hjörleifur 6 - 0 Fc Ice

Æfingaleikur nr. 2 búinn og var spilaður í þessari bongóblíðu í Reykjavík ótrúlegt að það skuli vera febrúar.

Leikurinn var gegn Fc Ice sem hafa verið í utandeildinni í fleiri ár en reyndar aldrei náð að blanda sér almennilega í toppbaráttuna - http://fcice.blogcentral.is/

Það var ágætis mæting í leikinn:

Ingimar mark
Höddi
Dabbi
Valli jr
Ívar
Bjarni schev
Bjarni Guð
Hafliði
Gauti
Óli Erling
Sindri
Ingó
Ari Jóns
Gunni Gísla
Balli

Byrjuðum leikinn ágætlega og vorum að láta boltann rúlla vel. Fljótlega fóru menn að verða graðir og byrja að detta of framarlega og fengu Fc Ice menn 2 ágætis færi útúr því.

Við þéttum miðjuna og héldum áfram að láta boltann ganga - Fyrsta markið kom eftir um 15-20 mínútna leik.

Á þessum tímapunkti voru menn orðnir óþreyjufullir á bekknum og komnir með leið á prumpubröndurum Perlunnar sérstaklega Gunnar Gíslason. Þannig honum var hent inná og Valli Jr settur uppá topp. Þessi meistaraskipting heppnaðist einstaklega vel og áður en menn vissu þá var Juniorinn búinn að setja 2 í leiknum.

Leikurinn datt niður hjá okkur á köflum og fór útí svona hnoð og úrslitasendingakeppni - en um leið og boltinn fór að rúlla í 2 snertingum þá opnaðist allt. Spilum lang best þegar við erum í þessum fáu snertingum upp kantana.

Bjarni Scheving kom sterkur inn í hægri bakvörðinn og náðu hann og Gauti mjög vel saman og er þetta eitthvað sem við getum nýtt okkur að mínu mati.

Það er nú óþarfi að fara meira í gegnum leikinn, Fc Ice var arfaslakt og sást greinilega að þeir hafa ekki verið að spila mikið saman margir hverjir.

Markaskorarnir voru:
Valli Jr 2
Bjarni Schev 1
Sindri 1
Ívar 1
Gauti 1

Erfitt að taka einhverja útúr þessum leik
Fannst Gauti sprækur - kom sér í nokkur færi í fyrri hálfleik og með góðar fyrirgjafir

Bjarni Schev var líka nettur og gaman að sjá hann og Gauta spila saman í seinni
Valli Jr flottur frammi skoraði 2 og var að fá hann flott í lappir og skila honum frá sér

Dr. Guðmundsson átti fína spretti og náði oft að losa boltann úr hnoðinu og útá vængina

Dabbi fínn í vörninni - svolítið villtur samt í klobbum og dúlleríi aftast gæti komið í bakið seinna meir

Ívar kom skemmtilega inní þetta ásamt Ara Jóns

Ingimar kom líka ágætur í markið svona í fyrsta leik

og ég ætla ekkert að skrifa um Gunna Gísla fyrr en hann hefur mætt á 2 æfingar í röð :)

Stefnan sett á leik á laugardag og æfing mánudag

kv, Bumbulíus

þriðjudagur, febrúar 09, 2010

Leikur á morgunn gegn fc ice

Sælir,

byðst að taka leik gegn fc ice á morgunn. Meldaðu þig í kommentum :)

kv Balli

laugardagur, febrúar 06, 2010

Hjörleifur 5 - 6 Léttir

Jæja fyrsti leikurinn 2010 búinn og var það naumt tap gegn Létti í miklum markaleik.

Byrjuðum leikinn betur þar sem við létum boltann ganga vel en þeir komust yfir á skyndisókn þar sem þeir notuðu eldinguna sína sem Höddi réð ekkert við og komst hann einn í gegn og skoraði.

Við jöfnuðum fljótt eftir það þegar Bjarni Schev átti stungusendingu á Heimi sem var ekki síðri elding en gæinn hjá hinum :)

Þeir komust svo í 3-1 og þá er eins og allt hafi farið í mola hjá okkur menn byrjuðu með eitthvað leiðindatuð og vitleysu. Svoleiðis bull á ekki að sjást, sérstaklega í æfingaleikjum hérna fyrir mótið. Allt í lagi að peppa menn upp og vera með læti í sér en ekki tuða og tuða sérstaklega í dómaranum og hvað þá liðsfélögum - Menn taka þetta til sín sem eiga ;)

Í hálfleik var staðan 5-2 fyrir þeim og ég man ekki hver skoraði mark numer 2 hjá okkur.

Í hálfleik röbbuðum við saman breyttum úr 4-4-2 í 4-5-1. Þetta virkaði fínt og komum við mun betri til leiks í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri.

Bjarni Guð byrjaði á að skora og minnka muninn í 5-3. Svo skoraði kjúklingurinn Sindri sitt fyrsta mark fyrir Hjöllann áður en þeir skoruðu sitt 6. mark. Staðan 6-4. Sindri setti svo annað uppí vinkilinn fyrir opnu marki eftir að hafa sólað sig í gegn - reyndari menn hefðu samt sýnt Hvítu perlunni virðingu og rennt boltanum á kjallinn ;) en hann lærir :þ

Staðan 6-5 og 12 mínútur eftir og hefðum við hæglega getað jafnað þennan leik en því miður náðist það ekki. Fyrsti æfingaleikurinn búinn.

Þeir sem mættu voru

Kiddi mark
Höddi
Valli sr
Dabbi
Gauti
Kobbi
Bjarni Guð
Hafliði
Bjarni schev
Balli
Heimir
Óli erling
Jón Grétar
Konni
Sindri

Mennirnir sem stóðu uppúr að mér fannst voru
Gauti
Heimir sérstaklega í fyrri hálfleik
Innkoma Sindra
og seinni hálfleikurinn hjá Hödda

Næst á dagskrá er æfing á mánudaginn og leikur á laugardaginn eftir viku í laugardalnum

kv, Frosna perlan