Heimasíða FC Hjörleifs: september 2008

föstudagur, september 12, 2008

Úrslitaleikurinn!!!!!

Þá er stundin að renna upp, úrslitaleikurinn við Vængina á morgun í kórnum.

Mæting kl 15:00 og ALLIR á réttum tíma....ekki vera tínast inn 5 mínútum áður en við förum að hita upp.

Ætlum að hittast hjá Hafliða og horfa á töfra fletchers í hádeginu.

Svo fyrir lokahófið þá höfum við ákveðið í samráði við marga i liðinu að allir borgi 3000 krónur á kjaft sem við getum eytt í bjór og vitleysu. það er verið að vinna í staðarmálum og þess háttar.

Vinsamlegast leggið eins fljótt og hægt er inná reikninginn hér til hægri :) Ekkert hangs strákar þetta er fyrir bjór handa okkur

Úrslit

Til hamingju drengir með að vera komnir í úrslitaleikinn. Nú er einn leikur eftir og það er bara að klára hann.

Ég held nánast pottþétt að leikurinn sé á laugardaginn náði samt ekki í stjórnina, vinn í því á morgun.

Svo með lokahófið þá ætlum við að tjekka á ölver, classic rock eða steak and play - ef þið eruð með hugmyndir skjótið þeim að.

Svo allir að smala áhorfendum á leikinn(betra að fá tímasetninguna fyrst ;) )

bless bless og ekkert stress

þriðjudagur, september 09, 2008

4 liða úrslit Hjölli Vs Duffi

Þá erum við komnir einu skrefi nær úrslitaleiknum.

Hjörleifur Vs Dufþakur á fimmtudaginn í kórnum.
Ætlum að hittast kl 19:00 og horfa á fyrstu mínúturnar hjá vængjunum og cccp svo fara fljótlega eftir það og gíra okkur upp í leikinn.

Þeir slógu okkur útúr bikarnum þannig við eigum harma að hefna.
Ég er nú búinn að tala við flesta en alltaf gott að double checka er ekki menn að fara að mæta í þetta?

Að lokum hendi ég inn einni góðri sögu úr íslendingasögunum(tekið af www.duffi.is)

Dufþakur var þræll Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar. Hann var Vestmaður, en svo nefndu víkingar breska og írska menn.

Hjörleifur var þekktur fyrir illa meðferð á þrælum sínum og heimilisfólki, hann barði það iðulega og niðurlægði á ýmsan hátt við hvert tækifæri sem gafst. Að því kom að einn maður meðal þrælanna ákvað að nú væri nóg komið.

Dag einn hugðist Hjörleifur berja litla stúlku fyrir þá sök eina að hafa hellt niður eilítilli mjólk, en þá tók Dufþakur til sinna ráða. Með hnefana eina að vopni skoraði hann Hjörleif, sem bar alvæpni, á hólm. Skemmst er frá því að segja, að Hjörleifur var barinn til óbóta, en Dufþakur fékk ekki skrámu. Þegar hér var komið við sögu var Hjörleifur orðinn svo hræddur við Dufþak að hann fékk hinn versta niðurgang, sem dró hann til dauða á tveimur dögum.

Þegar Ingólfur Arnarson frétti að fóstbróðir sinn hefði dáið með skitu og skömm vissi hann að hann yrði að hefna hans. Dufþakur frétti af þessu, en þó svo hann væri hetja mikil var við ofurefli að etja. Hann ákvað því að flýja út í eyjaklasa nokkurn úti fyrir suðurströnd landsins. Ingólfur komst að fyrirætlunum Dufþaks og elti ásamt mönnum sínum, sem voru fimm tugir.

Dufþakur varðist fimlega og náði að fella þrjá tugi af mönnum Ingólfs. Leikurinn barst upp í klett mikinn, sem í dag nefnist Heimaklettur, en þar var Dufþakur aðþrengdur og engin leið til að flýja. Þar sem öll sund voru lokuð ákvað Dufþakur að betra væri að hrapa til dauða síns en að falla í hendurnar á Ingólfi og villimönnum hans. Hann stökk því út í sandskriðu nokkra, sem bar hann að klettabrúninni og þeytti honum fram af.

Lík Dufþaks fannst aldrei, en andi hans er sagður halda verndarhendi yfir eyjaskeggjum enn þann dag í dag. Eyjarnar sem um ræðir eru Vestmannaeyjar og sandskriðan sem bar hetjuna til dauða síns nefnist Dufþekja…….

Það er ekkert annað....þetta á sér bara sögu...
aftur hverjir eru game?

Hittingur uppá réttó(uppfært)

Hjörleifur - Dufþakur á fimmtudaginn kl 20 :30

Jæja meistarar,

ætlum að hittast í kvöld uppá réttó og taka smá sprikl.....bara rétt til að liðka okkur. Við erum nokkrir orðnir svo gamlir að maður má ekki hvíla of mikið þá verður maður eins og spítukall.

Mæting kl 19

Spurning dagsins, mætir þú?

fimmtudagur, september 04, 2008

8 Liða úrslit coming up

Jæja drengir þetta er að skella á.

Leikurinn er í Kórnum kópavogi á laugardaginn. Mæting er kl 16:00 og það er pressa á alla að mæta á þessum tíma. Ræddum þetta á æfingu og allir sammála um þetta.

Mótherjinn er hörkulið TLC svo þetta verður hörkuleikur.

Hverjir mæta með hörkuna með sér? (allavega allir sem mættu á æfinguna áðan)

með hörku kveðjum
Balli

miðvikudagur, september 03, 2008

Æfingar og smá gleði

Æfingin í gær mögnuð...svona var hún í punktum

Óskar sveins mætti
Ungir unnu
gamlir vildu ekki hætta
Vilja ekki hætta smitaði út frá sér og ungir vildu ekki hætta
Óskar Sveins var búinn á því
Guffi lærði knattrak
Andri Vilbergs mætti........................ EKKI

Þeir sem eru ekki að mæta eru að missa af þvílíkum sambabolta og gleði. Hvet alla til að mæta á morgun 19:30 vorum 11 í gær og verðum fleiri á morgun fimmtudag

Hversu mikið er hægt að elska sjálfan sig er spurning dagsins og fylgir þetta video með


kv,
Palli?