Heimasíða FC Hjörleifs: október 2007

miðvikudagur, október 31, 2007

Æfingatími o.fl.

Sælir,

Andri er búinn að redda okkur æfingatíma í Kórnum Kópavogi kl. 22:00-23:00 á þriðjudögum a.m.k. fram að áramótum.

Hugmyndin er að hafa góðan hóp sem mætir ALLTAF og ef menn komast ekki VERÐA þeir að redda manni fyrir sig í staðin. Með þessu systemi ættu menn aldrei að þurfa að fara fýluferð á æfingu vegna lélegrar mætingar. Þeir 11 sem eru staðfestir eru:
Hafliði, Andri, Konni, Bassi, Balli, Eiki, Óli, Bjarni Scheving, Valli jr., Egill og Rabbi. Jói ætlar að vera eitthvað með en getur ekki verið fast. Menn skrá sig hér að neðan ef þeir vilja vera með.

Rabbi er kominn í málið með að redda okkur tíma 1*viku eftir áramót til að taka æfingaleiki.

Eiki kemur með póst á næstu dögum varðandi lokahófið sem er fyrirhugað á næstu dögum.

Svo þurfum við að skoða spons-málin Eiki ætlar að spjalla við einhverja Lumex-kappa, ég ætla að tala við þá í vinnunni hjá mér, Konni tjékkar á Landsbankanum o.s.frv.

Svo vantar klárlega markmann, ef þið þekkið einhvern boðið hann á æfingu.

Kv., Hafliði.

mánudagur, október 08, 2007

Síðasti leikurinn kominn á dagskrá

Sælir,

Leikurinn við pungana verður spilaður á gervigrasinu hjá aftureldingu á miðvikudaginn. Mæting 20:15 og gott fyrir menn að vera tímanlega vegna þess að það verður slökkt á ljósunum klukkan 22:30

Þá er bara mál að mæta og klára tímabilið og hafa gaman af....bjór er velkominn á hliðarlínuna.

Ég og Óli bró munum mæta í leikinn svo hverjir mæta líka?

Þema leiksins verður þetta lag með Eddie Murphy og Rick james sem tröllreið öllu 1986