Heimasíða FC Hjörleifs: júní 2009

mánudagur, júní 29, 2009

Hjörleifur Vs Fc Dragon

Þá er það 4 leikur í deild gegn Fc Dragon.

Þeir eru búnir að spila 5 leiki í sumar:

Dragon 4 Vatnsberar 1
Dragon 1 Esjan 1
Dragon 0 Haukar U 0
Dragon 0 Sáá 5
Dragon 1 Elliði 5 (bikar)

Þeir eru staddir í 6 sætinu í deildinni.
Þetta er stemmningslið og við verðum að mæta á fullu á móti þeim. Held að þessi úrslit sem þeir hafa verið að ná sýni ekki rétta mynd af þeim.

Við eigum loksins leik á virkum degi og á HK svæðinu í fagralundi þar sem sigurleikjahrinan okkar byrjaði í fyrra með 3-1 sigri á kumho.

Mæting 19:30 á miðvikudaginn Hk fagralundi

kemur þú hvolpur? set inn eina mynd með ;)


sunnudagur, júní 28, 2009

Steindautt jafntefli í Grafarvoginum

Þá er toppslagurinn búinn og endaði hann með jafntefli. Hefðum getað stolið þessu.
Arfaslakur dómari.

Menn leiksins að mínu mati eru miðjuparið Hafliði sem hljóp eins og múkki með sinnep í rassgatinu og barðist allan leikinn og Double G.

Æfing á morgun kl 21:00 uppí egilshöll svo leikur á miðvikudaginn gegn Fc Dragon.

kv Balti

laugardagur, júní 27, 2009

Stórleikur á sunnudaginn

Eigum toppliðið á sunnudaginn.....verðum að halda áfram að vinna í deildinni :)

mæting kl 19:40
Staður Egilshöll
Andstæðingur: Vatnaliljur

Veit það er bootcamp leikur á sama tíma en Gunni og Gauti þetta er mikilvægur leikur og Mannsi er lélegt lið ;)

Hverjir koma?

þriðjudagur, júní 23, 2009

Æfing á miðvikudag kl 21

Þá er komið að því það verður æfing á miðvikudag kl 21 uppí Egilshöll. Skiptir engu hvort menn eru búnir að melda sig eða ekki her. Það verður bolti sama þó við mætum 3 þá verðum við kannski 4 næst og 5 vikuna á eftir og koll af kolli

Ég mæti fresssshh

en þú?

föstudagur, júní 19, 2009

The revenge of Hjölli

Leikur á sunnudaginn

Mótherji: Geirfuglar
Staður:Egilshöll
Tími: 19:40

Við töpuðum 3-0 á móti þessum gæjum í fyrra og var það síðasti leikur sem við töpuðum áður en við fórum á hið svaka run í úrslitaleikinn. Nú er tími til að hefna drengir.

Hverjir eru til?

Höddi og heimir koma

fimmtudagur, júní 18, 2009

Bolti

bolti í kvöld kl 21 hlíðarenda

Gauti og Gunni sjá um skemmtiatriði.

Danni er búinn að staðfesta

allir að kvitta um komu

sunnudagur, júní 14, 2009

Skítlélegt

Þetta var drullulélegt hjá okkur. Hundfúlt að þurfa að eltast við menn til að mæta en svo koma þeir ekki sökum þynnku. Við erum nú ekki að spila á það stórum hóp svo það er missir af hverjum manni sem mætir ekki.

Hrós til þeirra sem mættu. Vonandi komnir með markmann í honum Kidda.

Hansi var búinn að starta umræðu um æfingatíma í póstinum fyrir neðan og ég copy paste það sem hann og hafliði voru búnir að segja í comment á þessum póst. Segið hvað ykkur finnst.

Balli

laugardagur, júní 13, 2009

Bikarleikur á móti SÁÁ

Vúhú,

bikarleikur á morgun sunnudag á móti SÁÁ mæting 17:15 tímanlega auðvitað á Fjölnisvöllinn hliðiná Egilshöllinni.

Veit að Gunni Double G verður ekki með þar sem hann ætlar að spila með boot camp.WHAT A LOSER!

Þjálfarateymið er busy svo spurning um hver stýrir þessu en það kemur í ljós.

Hverjir ætla að láta sjá sig?

kv Balli

miðvikudagur, júní 10, 2009

Hjörleifur 4 Dufþakur 2

Fyrsti sigur í fyrsta leik....vel gert dúddar.

Nýja þjálfarateymið að koma sterkir inn og voru með fullkomna stjórn á hlutunum. Egill Tómasson að yfirgefa okkur og mætir ekki aftur fyrr en í lok ágúst tanaðri en aldrei fyrr.

Ég er nú ekki mikill penni um leiki en Eiki setti 2 og Hansi 1 og hálft og svo var hálft sjálfsmark. Ég hélt að ég væri að spila með hvítum og reyndi eftir bestu getu að gefa á þá - Gauti hélt að hann væri Paul Robinson og Hafliði vissi að hann er rauðhærður. Örvar kom flottur inní þetta :) Flott að yngja liðið upp.

Mamma jóa og kolla fær stig fyrir að senda vínber á liðið.

Gunni Gísla fær hrós fyrir að átta sig á því að Hjöllinn er skemmtilegri en Boot Camp steraliðið

Það er hugmynd að taka bolta á föstudaginn og sjósund og jafnvel bjór á eftir eru menn til í þetta? þurfum að fá góðar undirtektir til að þetta verði að veruleika.

Svo er næsti leikur á sunnudaginn í bikarnum á móti SÁÁ á Fjölnisvelli mæting 17:15

kv, Hvíta Perlan sem var í skelinni í kvöld ;)
 

mánudagur, júní 08, 2009

Leikur á miðvikudaginn gegn Dufþaki

Sælir,

Leikur á móti Dufþaki á miðvikudaginn mæting kl 19:45 TÍMANLEGA STRÁKAR á Framvöllinn

Spiluðum tvisvar við þá í fyrra töpuðum 4-2 í framlengingu í bikar og unnum 4-0 í úrslitakeppninni

Þjálfarateymið mætir á svæðið!!

hér er svo hin geysiskemmtilega hjölla duffa saga - bið menn um að kommenta hvort þeir komist eða ekki

Dufþakur var þræll Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar.Hann var Vestmaður, en svo nefndu víkingar breska og írska menn.

Hjörleifur var þekktur fyrir illa meðferð á þrælum sínum og heimilisfólki, hann barði það iðulega og niðurlægði á ýmsan hátt við hvert tækifæri sem gafst. Að því kom að einn maður meðal þrælanna ákvað að nú væri nóg komið.

Dag einn hugðist Hjörleifur berja litla stúlku fyrir þá sök eina að hafa hellt niður eilítilli mjólk, en þá tók Dufþakur til sinna ráða. Með hnefana eina að vopni skoraði hann Hjörleif, sem bar alvæpni, á hólm. Skemmst er frá því að segja, að Hjörleifur var barinn til óbóta, en Dufþakur fékk ekki skrámu.Þegar hér var komið við sögu var Hjörleifur orðinn svo hræddur við Dufþak að hann fékk hinn versta niðurgang, sem dró hann til dauða á tveimur dögum.

Þegar Ingólfur Arnarson frétti að fóstbróðir sinn hefði dáið með skitu og skömm vissi hann að hann yrði að hefna hans. Dufþakur frétti af þessu, en þó svo hann væri hetja mikil var við ofurefli að etja. Hann ákvað því að flýja út í eyjaklasa nokkurn úti fyrir suðurströnd landsins.Ingólfur komst að fyrirætlunum Dufþaks og elti ásamt mönnum sínum, sem voru fimm tugir.

Dufþakur varðist fimlega og náði að fella þrjá tugi af mönnum Ingólfs.Leikurinn barst upp í klett mikinn, sem í dag nefnist Heimaklettur, en þar var Dufþakur aðþrengdur og engin leið til að flýja. Þar sem öll sund voru lokuð ákvað Dufþakur að betra væri að hrapa til dauða síns en að falla í hendurnar á Ingólfi og villimönnum hans. Hann stökk því út í sandskriðu nokkra, sem bar hann að klettabrúninni og þeytti honum fram af.

Lík Dufþaks fannst aldrei, en andi hans er sagður halda verndarhendi yfir eyjaskeggjum enn þann dag í dag. Eyjarnar sem um ræðir eru Vestmannaeyjar og sandskriðan sem bar hetjuna til dauða síns nefnist Dufþekja…….

sunnudagur, júní 07, 2009

Æfing á morgun

Það er búið að ráða þjálfarateymi fyrir hjöllann sem mun stýra okkur í næsta leik.

Svo er það bolti á morgunn mánudag kl 19 laugarnesskóla.....náðum góðum bolta í síðustu viku og núna gerum við betur aldrei að vita nema coacharnir mæti.

Minni svo á postinn herna að neðan Valli var eini sem stökk til og kláraði sín mál.

Hverjir mæta í bolta?

föstudagur, júní 05, 2009

SKULDIR

JÆJA ÞÁ ER KOMIÐ AÐ LEIÐINDUM.....RUKKA!!!

Þetta á ekki að vera erfitt ég er búinn að borga 90.000 sjálfur í mótsgjaldið og þar sem ég er á námslánum þá veð ég ekkert í seðlum og þarf þetta til baka eins fljótt og hægt er.

Ég verð sennilega að hringja í menn sem eru að slugsa með þetta.

svona er staðan - þetta er með æfingum á ír velli og fyrir þá sem voru búnir að æfa allan tímann og voru með í íroopen þá er heildargjald 18.500 Ég veit ekki hverjir voru að mæta á þessar æfingar þannig að hreinskilni er góð get ekki verið að hlusta á "ég mætti bara einu sinni í mars" afsakanir

Bjarni G 18500
Gunnar Gíslason 16500
Eiríkur 16500
Hafliði 14500
Bjarni Schev 11500
Konráð 11500
Baldvin Ólafsson 9000
Fribbi 5000(lagt inn af bjarna schev)
Egill Tómasson 4500
Valgeir Einarsson 4500
Ólafur Erling 4500
Hörður Sturlusuon 2500
Gauti 2500
Heimir 2500
ÓSkar Aron 2500
Hans Sævar 2500


Miðað við menn sem voru í leiknum þá vantar

Jóa
Jón Davíð 
Gauta Þ
Óla Bró

er kannski að gleyma einhverjum þá gefur hann sig bara fram

Gjaldið fyrir sumarið er 10.000 
Þetta er einhver 6-800 krónur á leik.

Klárum þetta á einfaldan máta nenni ekki að vera að fara að hringja útum allan bæ

kv Balli

þriðjudagur, júní 02, 2009

Vængir 6 Hjörleifur 3

Jæja þá er þessi leikur búinn. Ég er nú voða lítill eftirleikumfjallaskrifari.

Þeir settu 3 á 6-7 mínútum þar sem allt fór inn hjá þeim......við klóruðum aðeins í bakkann í lokinn. Balli, Bjarni Schev og Jón Davíð settu hann og menn eru ennþá að tala um fagnið hans Balla í kópavoginum

Ljósu punktarnir eru að við héldum all flestir áfram og vonandi að það skili sér í einhverju formi á menn ;)

Mér fannst vanta klárlega mann á hliðarlínuna til að stýra þessu - alltof erfitt að vera að gera eitthvað inná velli.  Vonandi að við finnum einhvern arftaka Óla.

En að mikilvægum punkti.....eg er í bullandi mínus á námslanunum þar sem e´g er búinn að lána ykkur herramönnum fyrir gjaldinu í sumar. Þannig það væri mjög gott fyrir þá sem eiga eftir að borga 10.000 krónurnar fyrir sumarið að henda þeim inn á reikninginn as soon as possible eða asap eins og maðurinn sagði.

Þetta er einhver 600 til 800 krónur á leik sem er ekki neitt neitt.

veit ekki um leikinn á laugardaginn voða fáir sem virðast geta mætt.

Svo bolti á fimmtudaginn ??