Heimasíða FC Hjörleifs: júní 2005

sunnudagur, júní 26, 2005

Dagskráin

Jæja drengir,

Það er búið að draga í 16 liða úrslit í bikarnum og fengum við Fc Keppnis lið frá Keflavík. Annars er dagskráin fyrir júní og júlí svona:

30. Jún. 19:30 Fylkisvöllur Hómer-Hjörleifur
17. júlí 18:00 Leiknisvöllur Fc Keppnis ? Fc Hjörleifur
26. Júl. 21:00 Fylkisvöllur Hjorleifur-Dufþakur

eins og þið sjáið þá er töluvert á milli leikja þannig að gaman væri ef að við reyndum að fá einhverja æfingarleiki og færum að drullast til að mæta á æfingar sem að eru á mánud. og miðvikud. kl 20:00 í Réttó.

ef að einhver getur reddað leik við 1. eða 2.flokk einhvers liðs þá væri það spennandi kostur.


kv,
Eiki

föstudagur, júní 17, 2005

32.liða úrslit í bikarnum!

19. júní Framvöllur 21:00, Fc Hjörleifur - Kókóbomban. Mæta ekki allir?
HGG

þriðjudagur, júní 07, 2005

Æfing, grill, leikur ofl.

Sælir,
ég og Eiki vorum að vona að hægt væri að hafa æfingu á fimmtudag kl.20 í Réttó, hvað segja menn um það?
Einnig kom upp sú hugmynd upp að grilla saman heima hjá Eika laugardaginn 18.júní, ef veður leyfir, hægt er að kaupa þjónustuna með öllu af Grillvagninum ehf fyrir u.þ.b kr.2.000- á mann (mat, grill, borð, stólar...). Væri kannski hægt að splæsa í 2 kassa úr sjóðnum digra fyrir vímuþyrsta Hjörleifsmenn!
Svo er gríðarlega mikilvægur leikur á næsta sunnudag, 12.júní 2005, gegn FC CCCP og vona ég að allir mæti þangað.
Einnig er það rukkara-bissnessinn sem allir elska en skv.mínum kokkabókum eru eftirtaldir í skuld við sjóðinn digra Balli (kr.10.000-), Gísli (kr.10.000-), Gummi(kr.10.000-), Kolli(kr.5.000-), Raggi (kr.10.000-) og Ásgeir (kr.10.000-). Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál!
Varðandi búningavandræði þá er Eiki að vinna í þeim málum og vonandi fáum við póst frá honum von bráðar um að það sé búið að redda því! Einnig ef menn hafa einhverjar hugmyndir þá endilega hugsið upphátt í kommentum!
Kveð, Hafliði.

föstudagur, júní 03, 2005

Æfingar

Jæja drengir,

Í ljósi þess að við höfum náð í 1 stig af 6 mögulegum er þá ekki kominn tími á að fara að hreyfa okkur aðeins og að taka 1-2 æfingar í viku. Persónulega held ég að það sé algjört möst þar sem að úthaldsleysi okkar sé það sem að hefur orðið okkur að falli í síðustu tveim leikjum við höfum spilað þetta með fáa skiptimenn og mannskapurinn okkar er ekki í formi í það