Heimasíða FC Hjörleifs: september 2004

sunnudagur, september 12, 2004

Brjáluð veisla á Ásvegi 10

Eins og "allir" vita fór fram lokahóf FC Hjörleifs í gær að Ásvegi 10. Allt ætlaði um koll að keyra þegar aðeins 10 manns mættu í veisluna og þar af aðeins 6 leikmenn Hjörleifs. Bubbi "Elvis", Balli fjallmyndarlegi, Eymar hinn franski, Hafliði hárfagri, Konni vör, Dagur hinn gríðarhressi, Eyþór dreifari, Auddi 20 marka maður og Eiríkur "fer vel um þig" og "er allt í lagi?" voru mættir og allir mis ánægðir með lífið, skemmtu sér ágætlega. Bubbi og Gosi héldu uppi svaka stemningu allt kvöldið. Hafliði var á eiturlyfjum og reifst við Eika um það hvort einstæðar mæður ættu að fá pening eða ekki. Dagur, Hafliði og svarti maðurinn töluðu mikið um starfsfólk sem var og er að vinna með þeim í ruslinu, sem vantaði nokkrar blaðsíður í þ.á.m. manninn með vatnshöfuðið og manninn sem var alltaf að slást en þegar yrt var á hann fór hann að væla og fleiri sögur sem vöktu gríðar kátínu. Eyþóri fannst mikilvægt að allir fengju að sjá nærbuxurnar sínar og um leið varð hann að káfa á klobbanum sínum og varð endilega að leyfa öllum að finna góðu lyktina. Seint og síðar meir mætti Bjarni Shaving sem er víst á leiðinni á Trial til 3. deildarliðs í frakklandi (svipað og utandeildin hérna heima nema bara lélegari) mætti og strax í kjölfar þess mættu "vinkonur hans" en Shaving var að pleyja aðra stelpuna og Eiki hina. Þegar klukkuna vantaði svo átján mínútur í tvö fórum við af stað niður á Pravda þar sem allt fór í brjál og brand þegar steri 1 og steri 2 rákust saman og mönuðu hvorn annan um að dansa meira viltari dans en hinn við lagið María í, María ah, María oh, María OhOh. En þá lét ég mig hverfa og ballið þá búið.
Vil þakka Hjörleifsmönnum fyrir tímabilið og fyrir góða mætingu í gær... eða ekki.

sunnudagur, september 05, 2004

Síðasti leikur sumars

Þá er komið að síðasta leik okkar Hjörleifsmanna þetta sumarið. Leikurinn verður háður á fimmtudaginn þann 9. september kl: 19:30 og mæting eins og alltaf 45 mín fyrir leik. Að þessu sinni, að ég best veit, þá verður dregið í stöður.

Endilega skráið ykkur í leikinn hér að neðan og fögnum þessum lokaleik með góðum bjór.. og sigri...