Heimasíða FC Hjörleifs: ágúst 2004

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Skráning

Jæja piltar. Leikurinn við Melsted er næstkomandi fimmtudag og skráning hafin hér að neðan. Þessi leikur er alveg ótrúlega mikilvægur fyrir okkur því okkur vantar öll þau stig sem við mögulega komumst yfir í þessum tveim síðustu leikjum sumars. Endilega skráið nafn ykkar niður í commenta kerfið.. You know how this works, so, later.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Leikurinn við Hvíta

Jæja drengir þá er leikurinn gegn Hvíta á næsta strái. Leikurinn fer fram á Föstudaginn klukkan 19:30 og er mæting 45 mínútum fyrir leik líkt og venjulega. Leikurinn verður háður að Ásvöllum og er skyldumæting í leikinn. Verðum að vinna til að halda spennunni í deildinni. Komum nú allir sem einn og vinnum þennan leik. Mætum hressir og með rétt hugarfar.. ekki sama og síðast..
Áfram Hjölli.

Skráning er hafin hér að neðan....

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Áríðandi tilkynning!!!

Leikurinn gegn Kókóbombunni fer fram í Laugardal en EKKI á Ásvöllum!!!!!!!

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Leikurinn gegn Kókó

Jæja drengir, þá er komið að fyrsta leik eftir bikarúrslitarsigurinn. Leikurinn á morgun, mimðvikudag, hefst klukkan 21:00 á Ásvöllum og er mæting eins og venjulega 45 mínútum fyrir kickoff. Skráning er hafin hér fyrir neðan.

Einnig vil ég benda öllum þeim sem mæta í leikinn að vera snyrtilegir því að Jóhannes Eðvaldsson eigandi veitingastaðarins Trocadero hefur lagt inn formlega pöntun yfir liðsmynd af besta bikarliði utandeildarininar. Þannig að málið er það að það verður tekin liðsmynd af okkur sem er að fara upp á Hall of Fame vegginn á Trocadero. Endilega gerum þetta skemmtilegt, því það eru ekki mörg utandeildarliðin sem fá þann heiður að fara upp á vegg á svona stað.. þetta er næst Hard Rock sem við komumst... ;) Gaman af þessu.. hmmm

laugardagur, ágúst 21, 2004

Bikarmeistarar 2004

Til hamingju Hjörleifs menn með þennan glæsilega árangur. Ekkert lið í sögu utandeildarinnar hefur tekist að sigra þessa keppni tvö ár í röð, og hvað þá tapað leik. Leikurinn fór vel af stað og vorum við mikið betri og höfðum leikinn í okkar höndum. Staðan í hálfleik 2-0. Mörk Auðunn og Kiddi.
Í síðari hálfleik voru leikmenn Puma með tökin á miðjunni og stjórnuðu leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark og enn lifðu 20 mínútur eftir af leiknum. Puma menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna en Geiri markvörður sýndi snilldar takta hvað eftir annað og hélt okkur í forystu. Áður en yfir lauk náði Auðunn að skora sitt annað mark og staðan orðin 3-1 og sigurinn í höfn. Leikmenn Puma höfðu ekki tíma til að byrja leikinn á ný því dómarinn flautaði leikinn af.

Til hamingju Hjöllar... Lengi lifi HÚRRA HÚRRA HÚRRA

mánudagur, ágúst 16, 2004

Bikarúrslit

Leikurinn fer fram í Laugardal næstkomandi Laugardag 21. Ágúst. Skráning er hafin og er ekki séns að menn fái frí vegna vinnu sinnar í þetta skiptið.. Hmm Atli ha... ;) En verðum fyrsta liðið til að vinna þetta tvö ár í röð.. (þar sem 50 lið taka þátt) annars urðu leikmenn Magic bikarmeistarar árin 1998 og 2000 en þess má geta að í fyrra skiptið tóku 20 lið þátt og tveimur árum síðar aðeins 28 lið skráð til leiks. Árið 2003 þegar Hjörleifsmenn unnu þessan glæsta bikar tóku ekki fleiri né færri en 50 lið þátt í bikarkeppni utandeildarinnar. Geri aðrir betur.

Ekki gleyma að skrá ykkur elskurnar mínar.

Komnir í Bikarúrslit annað árið í röð.

Til hamingju strákar. Það eru ekki mörg liðin sem hafa komist í úrslitaleikinn tvö ár í röð. Nú er bara að vinna þetta og ekkert kjaftæði. Áfram ÍBV

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Bikardráttur - Undanúrslit

Dregið verður í undanúrslit bikarkeppnarinnar á morgun Þriðjudag kl: 12:15 í Þróttaraheimilinu. Samkvæmt Bjarna mótsstjóra fara leikirnir fram á föstudaginn 13. Ágúst klukkan 18 og 20.

Hvet alla til að skrá sig í leikinn, ef við vinnum þennan leik erum við komnir í úrslit annað árið í röð.
Allir að skrá sig hér fyrir neðan hvort sem þeir komast eða ekki. Láta vita!!!

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Leik FC Hjörleifs og Hvíta Riddarans FRESTAÐ

Jæja drengir, nú hefur stjórn utandeildarinnar komist að samkomulagi um að fresta fyrri leikjum kvöldsins þann 18 ágúst vegna leiks Íslands og Ítalíu og þar af leiðandi hefur leik okkar gegn Hvíta verið frestað um óákveðinn tíma. Seinni leikirnar fara fram en þeim hefur verið frestað til 21:30.

Einnig vil ég óska Hjörleifsmönnum innilega til hamingju með bikarleikinn í gær sem endaði 2-0 gegn ágætum leikmönnum Hunangstunglsins. Besti maður vallarins var Donni, leikmaður Tunglara sem átti stórleik í vörninni ;) Auðunn (ég) átti hátt í 15 marktækifæri bara í síðari hálfleik en tókst aðeins að skora eitt mark.. þarf eitthvað að fara að skoða þessi mál. Annars fannst mér liðið spila ágætlega í heild sinni, margt fór vel og margt sem mætti betur fara.

Önnur úrslit í 8 liða úrslitum bikarsins fóru sem hér segir:

FC Puma 4 - 3 FC CCCP
Ufsinn 2 - 1 Fame
Gismo 4 - 2 Áreitni

Dregið verður í undanúrslit að ég held á morgun Mánudaginnn 9. ágúst.