Heimasíða FC Hjörleifs: maí 2005

mánudagur, maí 30, 2005

Leikur á morgun (þri)!!! Æfing í dag?

Hverjir mæta í leikinn sem hefst kl.19:30 á Árbæjarvelli, gegn Gismó?
Hverjir vilja hafa æfingu?
HGG-

fimmtudagur, maí 26, 2005

Æfing í dag (fimmtudag)?

Hverjir eru til?
HGG

mánudagur, maí 23, 2005

Skemmtun fyrir karlmenn

Sæli piltar.

Hér kemur tillaga að svokölluðum Hjörleifsdegi sem getur átt sér stað hvenær sem er í júní, á laugardegi.

Við erum sóttir um morgunin og keyrt verður með okkur að Markarfljóti þar sem við förum í River-Rafting. Áhættustuðull áarinnar er 3-4 af 6, þar sem 6 eru nánast ómögulegar flúðir, 5 nánast eingögnu fyrir fagmenn og 4 aðeins fyrir hrausta karlmenn í toppformi sem hafa reynslu af rafting. Það er ekki eins og ég hafi hana en mér skilst að það sé allt í lagi ef menn vilja upplifa smá adrenalín-kikk.
Með öðrum orðum, þetta eru SVAKALEGAR flúðir!

Áin er rúmur klukkutími og eftirt hana taka við gljúfur og gil þar sem hægt er að stökkva ofan í ána, ægifögur náttúra og fossar sem hægt er að fara niður (ef menn þora). Semsagt einhverjar 3-4 klst. af þvílíkri skemmtun og líkamsrækt af bestu gerð þar sem við getum, ef okkur langar, sett okkur í töluverða lífshættu.

Að þessu loknu er grillað fyrir okkur, ásamt því að við drekkum bjór (munið við eigum tvo kassa síðan úr meistarar meistaranna)... einnig er hægt að koma með sjálfur áfengi og svo er líka áfengisala á staðnum. Einnig er heitur pottur svo að þetta yrði einfaldlega paradís, í heitum potti með grillpinna í annari og ískaldan bjór í hinni. Pottþétt.

Eftir sumbl og sukkerí í íslenskri náttúru af bestu gerð verður okkur skutlað aftur í bæinn undir kvöld og þá er hægt að halda gleðinni áfram í 101 Reykjavík, ef menn kjósa (kannski að Eiki haldi bara SingStar-partý...!).


Þetta yrði semsagt hinn pottþétti dagur og eitthvað sem myndi lyfta hópnum og samrýma fyrir átökin í sumar.

Pakkinn kostar hinsvegar 10.900 krónur og er það eitthvað sem gæti fælt menn frá. Hins vegar er ég að vona að svo sé ekki. Menn (t.d. Ásgeir og Kolli bara til að nefna einhvera...) hafa eytt öðru eins á "hefðbundnu" bæjarfyllerí svo að þetta á ekki að vera neitt mál ef að viljinn er fyrir hendi. Og áfengiskostnaður á að geta verið í lágmarki þar sem liðið á tvo kassa á lager! Og Balli er í þokkabót með tilboð á einhverjum ógeðisbjór sem smakkast fínt þegar maður er kominn í það.

Við verðum að vera lágmark 10 manns í þessa ferð en persónulega er ég að vona að við náum yfir 20. Allir sem að liðinu koma eru velkomnir og þá er ég að tala þá sem hafa verið að mæta á bekkinn hjá okkur í gegnum tíðina. Fyrrverandi leikmenn, Óli, Auðunn Dagur o.s.frv. eiga náttúrulega að koma líka og þetta gæti orðið ferð ársins. Svo er möguleiki á að við kæmum á móts við þáttakendur með því að taka eitthvað úr sjóðnum. Og munið, því fleiri sem taka þátt - því betri verðdíl fáum við.

En hvað segið þið, er áhugi fyrir þessu? Menn hljóta að eiga einhver smá pening eftir fyrsta mánuðinn í sumarvinnunni....! Endilega kommentið og reynum að sjá hvort það er grundvöllur fyrir þessu, þ.e. næg þáttaka.

kv, Vignir.

Vagnherjaleikur

Skítaleikur. Hvað segja menn um málið? Hvað klikkaði?
Kv.HGG

sunnudagur, maí 22, 2005

Leikur í dag gegn Vagnherja

Sælir piltar,

bara að minna á leikinn í kvöld hann byrjar kl.19:30 þannig að það er fínt að vera mættir rétt fyrir 19:00. Leikurinn er á Fylkisvelli.

Hvernig er það mæta ekki allir?

kv,
Eiki

föstudagur, maí 20, 2005

Partý og æfing!?!?

Eru menn hættir við partý eða?
Hvað segja menn með æfingu í kvöld (föstudag) ég er til og held að við hefðum gott af því, en þið?
Kveð, HGG - ástmaður friðarins

fimmtudagur, maí 19, 2005

Eurovision !!!

Hvað segja menn í sambandi við söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er stemning fyrir því að halda teiti því tilefni?? Endilega komiði með hugmyndir um hvernig við getum gert þetta að góðum degi. Ég er til í að hýsa teitið ef til þess kemur.

annað mál, ég þarf að fá kennitölur hjá eftirtöldum fyrir laugardaginn:

Andra
Bassa
Óskari
Óttari ef hann ætlar að spila
Gunna ef hann ætlar að spila
Vin hans Rabba sem að tók markið um daginn
Kela

þriðjudagur, maí 17, 2005

FC Hjörleifur eru meistarar meistaranna!

Daginn,
fínn leikur á móti liðinu sem margir spá að vinni deildina annað árið í röð. Frábær barátta, mjög góð vörn og við klárlega betra liðið. Mér finns erfitt að velja einhvern einn mann leiksins, bara flest allir að spila vel. Mörkin: Árni, Kiddi og Rabbi. 2 menn komu nýjir inn Óskar og Óttar sem stóðu sig vel.
Tjáum okkur um þetta og tilkynnum þátttöku í leikin á sunnudag.
H

mánudagur, maí 16, 2005

Bikar í boði gegn FC CCCP!

Daginn,
eru menn ekki til í að mæta svolítið snemma á morgun, vera komnir kannski 19:45 og ná upp alveg rífandi stemningu áður en nýr fyrirliði lyftir bikar fyrir FC Hjörleifsveldið. Leikurinn hefst kl.20:30 í Egilshöll.
Fín markatala útúr síðustu 2 leikjum og vonandi höldum við bara áfram að bæta hana. Mæta ekki allir?
Kveð! HGG - ástmaður friðarins.

sunnudagur, maí 15, 2005

Leikur í dag, sunnudag

Sælir,
leikur í dag hann hefst kl.17:00, mæting kl.16:30, ATH! hefst kl.17:00, ég held að ég hafi sagt við einhverja að hann eigi að byrja 17:30 en það er sem sagt ekki rétt. Held að mætingin eigi að vera ágæt.
Nýr maður mun mæta til að prófa, Hörður 21 árs FH-ingur. Allir að mæta með kr.500-, kæmi mér samt ekki á óvart þó við þyrftum ekki að borga, en sjáum til.
Mæta ekki allir?
Kv.H-ástmaður friðarins.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Æfingaleikur á föstudagskvöld!

Sælir,
er ekki stemning fyrir æfingu á morgun (miðvikudag)?
Fylkisvöllur á föstudag kl.20:30, andstæðingar: Áreitni. 500kr. á kjaft. Boðið ykkur sem fyrst.
Svo er væntalega leikur í Laugardalnum við Morgan Kane á sunnudag.
Og svo meistarar meistaranna á þriðjudag í Egilshöll.
S.s 3 leikir og jafnvel ein æfing á 6 dögum.
Vinsamlegast commentið á þetta.

Einnig erum við að spá hvernig búningamál standa. Hverjir eru með treyjur?

HGG - ástmaður friðarins

mánudagur, maí 09, 2005

Æfing í dag, mánudag?

Hvað segja menn eru þeir til í æfingu í dag? Undirritaður kemst ekki fyrr en kl.20. Commentið á þetta!
Eigum við þá ekki að hafa það bara eins og venjulega:
Jói talar við sína kalla
Konni við Gísla, Úlla og fél.
Ég tala við Kidda
Andri við sína kalla

HGG - ástamaður friðarins

fimmtudagur, maí 05, 2005

Framhaldið!

Sælir,
svona sé ég málin fyrir mér fram að móti, endilega commentið á þetta.
- Föstudagur 6.maí æfingaleikur á gervigrasinu í Laugardal kl.19:45
- Mán 9.maí æfing
- Mið 11.maí æfing
- fínt að fá leik hér á milli, mundi ég halda
- Sunnudagur 15.maí æfingaleikur við Morgane Kane í Laugardalnum
- Þriðjudagur 17.maí Meistarar meistaranna við FC CCCP í Egilshöll
Koma væntanlega upplýsingar í dag (fimmtud) um mótherja okkar í leiknum á morgun (föstud)
Einnig var Eiki búin að fá vilyrði fyrir æfingaleik við nýliðina í FC Keppnis fyrir mót, hvernig standa þau mál? Balli og Vignir voru að ég held e-ð að reyna að fá leik við 2.fl þróttar, er e-ð að frétta af því?
Ég festi kaup á 2.stk af boltum á útsölu hjá Sigga Jóns á 500kr.vonandi andmælir enginn þeim kaupum.
Frídagur í dag(5.maí)er ekki tilvalið að taka létta æfingu og kíkja svo á Þróttur - KR?
Svo minni ég enn og aftur á æfingagjöldin fyrir þá sem eiga þau eftir, upplýsingar um reikningsnr.o.þ.h eru í fyrri postum.
Tjá sig...
Takk og kv.
HGG - ástmaður friðarins

sunnudagur, maí 01, 2005

Sunnudagsleik FRESTAÐ! Æfing á mánudag

Hæ, það varð misskilningur milli mín og Bjarka, sem var að redda leiknum, og fer hann ekki fram í dag. Leikurinn fer væntanlega fram sunnudaginn 15.maí í staðin. ATH tilkynnið hér fyrir neðan að þið hafið lesið þetta svo að ég geti komið í veg fyrir að menn fari fýluferð niður í Laugardal í dag.
Hvað segja menn með æfingu á morgun (mánudag)? Boðið komu ykkar!

HGG - ástmaður friðarins