Heimasíða FC Hjörleifs: apríl 2007

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Leikur við fame á sunnudaginn

Leikur við Fc Fame. Mæting klukkan 19:20 á kr völlinn á sunnudaginn - ENGINN KLEFI

Verð á lið er 6000 krónur Þannig að það er nauðsynlegt að ALLIR mæti með 500 krónur með sér til að borga völlinn.

Afgangurinn rennur svo bara í næsta leik eða borgun á æfingum kapíss

Og þar sem við erum svo rosalega prúðir þá verður enginn dómari

Svo að lokum hverjir koma?

mánudagur, apríl 09, 2007

Æfing á þriðjudagskvöld klukkan 21:00

Jæja, ekkert væl.. það verður æfing á þriðjudagskvöldið klukkan 21:00 og eiga allir að mæta. Ætlum ekki að vera 8 að spila við vælandi afríkumenn. Jói mætir og vonandi mætir ástkona hans Hugo einnig. Ég mæti eins og alltaf líkt og fyrirliða sæmir. BROSKALL..

Sjúumst á morgun.. takk.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Nýr staðfestur æfingatími Hjörleifs

Fékk góðar fréttir nú í þessu. Afríka borgadi ekki tímana sína og fengum við því æfingatímann á þriðjudögum kl.21.00 starfsmanna Þróttar til mikillar gleði. Gætum átt von á smá pústrum í kvöld þar sem meðlimir Afríku telja sig enn hafa völlinn og verðum við að vera fastir á því í kvöld og segja þeim að við séum komnir með tímann, eða eins og í síðustu viku þá þurfti ég að henda í burt hóp af krökkum svo við gætum tekið æfingu, enginn annar vildi gera það, nema hvað að fara bjóða þeim nammi og bílfar sem þótti afar ósmekklegt, sá veit sína sök ehemm!

Allaveganna, þá eru þessir búnir að borga í sjóðinn. Balli, Óli, Vallivító, BjarniG-string, Höddi, Gauti,Gústi,Rabbi,Konni,KristínHalla(Úlli),Kolli,Jói,Bassi,Hafliði,Eiki-fyrirliði,Audi-fyrirliði.

Eins og er, þá er þetta 16.mannahópur, svolítið þunnur hópur. Verdum ad fara ná í fleiri stráka, einhverjar hugdettur er vel þegnar. Annars bara í kvöld kl.21.00 á gervigrasinu í Laugardal og mæta á réttum tíma OK Capish!

PS Balli og Óli eru fastir í Osló en gætu komist á æfingu í kvöld...

Valz