Heimasíða FC Hjörleifs: júlí 2005

föstudagur, júlí 22, 2005

Æfingar

Jæja drengir,

Ég og Balli vorum aðeins að ræða framhaldið á þessu tímabili sem að stefnir í að verða eitt það versta sem að Hjörleifur hefur átt og vorum við sammála um að það fyrsta sem að við þurfum að gera er að ná amk. einni æfingu í viku, og fann Balli nokkuð góðan grasvöll sem að er alltaf laus rétt hjá melabúðinni á nesinu.

Hvenær vilja menn æfa??

Er ekki málið að við tökum okkur saman í andlitinu og klárum þessa leiki sem að eftir eru til að ljúka þessu tímabili eins og menn.

endilega kommentið á æfingartíma eða staðsetningu.

einnig vil ég minna menn á að ef að við viljum bæta leikmönnum á listann okkar þá þarf það að gerast innan viku, við skráðum tvo framherja í þessari viku og verða þeir löglegir í næsta leik sem er á þriðjudaginn 26.júlí

Hverjir eru að fara mæta í leikinn gegn Dufþak á Þriðjud. á Fylkisvelli kl.21:00 og það 30mín fyrir leik ekki 5mínútur í leik??

þetta er síðasta tilraun okkar til að þjappa þessu liði saman og láta menn æfa ef menn hafa ekki áhuga á því látið okkur þá vita.

kv,
Eiki

mánudagur, júlí 11, 2005

Æfing á miðvikudag!?!?!?

Daginn,
hvað segja menn með æfingu á miðvikudag, um áttaleytið. Koma svo, skrá sig!!!
Kv.HGG

föstudagur, júlí 01, 2005

Hómer-leikur og framhaldið...

Sælir, þá erum við vonandi komnir á sigurbraut í deildinni líka. 2-1 sigur á, að því er mér fannst, mjög slöku liði Hómers er kannski ekki merkileg úrslit en 3 stigin skipta öllu máli, sérstaklega ef miðað er við leikina á þessu tímabili þar sem mér hefur fundist við vera MIKLU betra fótboltalið en andstæðingarnir en samt höfum við þurft að sætta okkur við 0-1 stig. Mér fannst dómarinn eiga skelfilegan dag og vera klárlega með áherslurnar á vitlausum stöðum, sbr.aukaspyrnan fyrir að standa of nálægt kastara í innkasti en sleppir svo að spjalda á allar þessar viðrinis tæklingar, og hreinlega ekki reglurnar á tæru á stundum. Ef Hómer lendir á dómara sem refsar fyrir ítrekuð brot með gulu spjaldi, eins og venja er, ætti að vera töluvert auðveldara að spila gegn þeim. Dómarinn hafði kannski engin úrslitaáhrif á leikinn en að mínu viti hefði þessi leikur geta orðið mun skemmtilegri ef hann hefði tekið á öllum þessum brotum í byrjun. Gaman af því ef menn myndu velja mann leiksins.
Skv.póstinum hér að ofan eru aðeins 2 leikir í Júlí og eru þeir eftirfarandi:
(bikar)17. júlí 18:00 Leiknisvöllur Fc Keppnis - Fc Hjörleifur
26. Júl. 21:00 Fylkisvöllur Hjorleifur-Dufþakur
Kveðja,
Hafliði