Heimasíða FC Hjörleifs: ágúst 2008

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Til hamingju

Til hamingju drengir að vera komnir í úrslitakeppnina. Flottur sigur hjá okkur áðan og fínt veganesti fyrir framhaldið.

Það er æfing á þriðjudaginn kl: 19:30 og ALLIR að mæta. Fínt fyrir okkur að hittast og gíra okkur upp fyrir úrslitakeppnina.

Egilshöllin, þriðjudaginn, 19:30 sé þig þar

föstudagur, ágúst 29, 2008

Hjörleifur Vs Puma

Þá er komið að síðasta leik riðilsins. Við erum alls ekki búnir að tryggja okkur eins og allt útlit var fyrir.

Staðan er svona:








1. Kumho9 71138:1222

2. Geirfuglar9 61226:2019

3. Hjörleifur9 52218:1217

4. FC Fame9 44120:1416

5. Melsteð9 51323:1816

6. Strumpar9 32424:2211

7. Elliði9 31530:2110

8. Nings10 15411:168

9. Puma9 22515:328

10. Vatnsberar8 12516:365

11. FC Moppa8 1169:274

Fame eiga leik við Vatnsberana og Melsteð á leik við Kumho sem ætla að spila þennan leik með eitthvað varalið og vera að hella í sig bjór á meðan svo það þýðir ekkert fyrir okkur að fara með hálfum hug í þennan leik við Puma

Mæting er 20:10 á ásvelli hafnarfirði á sunnudaginn timanlega drengir.

Byrjunarlið tilkynnt inní klefa eins og áður. Minni á æfingarprogrammið fyrir næstu viku er í póstinum fyrir neðan.

Hverja mæta brjálaðir til leiks á sunnudaginn?

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Framundan

Jæja drengir,

við þurfum að vinna næsta leik til að tryggja okkur 3ja sætið og jafnvel ná einhverju sæti ofar.

Það er leikur við Puma á sunnudaginn og verðum við að koma af fullum krafti í þann leik og klára riðilinn með stæl.

Vikuna eftir eru æfingar á Þriðjudaginn og Fimmtudaginn kl 19:30 og allir að mæta.

Svo á laugardeginum byrja 8 liða úrslit. Hvernig líst mönnum á þetta?

laugardagur, ágúst 23, 2008

Leikur á mánudaginn

Það er stórleikur á mánudaginn við Elliða. Elliði er eitt af betri liðum deildarinnar síðustu ár og má búast við hörkuleik.

Mæting er 20:10 á HK vellinum. 'itreka við menn að mæta tímanlega því það verður farið yfir leikinn inní klefa líkt og við gerðum fyrir síðasta leik.

Hverjir mæta? veit að Bjarni G kemst ekki, endilega verið duglegir að kommenta yfir mætingu svo ég þurfi ekki að vera að hringja út á mánudaginn

P.s. náðum engri æfingu í vikunni og held að það taki ekki að hafa æfingu á morgun sunnudag þar sem er þróttaraleikur

mánudagur, ágúst 18, 2008

Æfing á morgun þriðjudag

Sælir æfing á morgun kl 19:30 egilshöll........allir að láta þetta ganga og reynum að ná áfram þrusumætingu.

Æfingin er á morgun því ég veit að það eru nokkrir sem komast ekki á miðvikudaginn

Hverjir koma?

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Nú er bara að halda áfram og vinna rest.

Sælir drengir,

Glæsilegur leikur í alla staði. Byrjuðum af krafti eins og við lögðum upp með, aðtsæðingurinn varð mjög hissa og vissu ekki hvernig átti að bregðast við okkar spili, duttum niður í smá tíma í fyrrihálfleik eftir kröftuga byrjun, sem er eðlilegt, lið keyra ekki á 100% spítti í 80 min.
Vörnin var mjög öflug enda ekki mörg mörk sem Hjörleifur hefur fengið á sig í sumar. Gott spil milli miðju og sóknar sem einnig einkenndi af mikilli baráttu......frábært.
þessa tvo leiki sem ég hefur séð af hliðarlínunni sér maður að þetta er frábært lið sem hefur vantað að sejta boltann í netið, við afgreiddum það í gær. Nú er bara að halda áfram með sama krafti þá tökum við þessa deild. Þakka fyrir mig, væri frábært að fá að klára þetta með ykkur á hliðarlínunni enda eðaldrengir.

kv
Óli Erling

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Stórleikur á morgun

Sælir,
leikur á morgun miðvikudag.

Mæting kl 20:10 fagralund kópavogi(HK)

Allir með stuttbuxur sokka, legghlífar.

Menn mæta tímanlega svo við séum allir heitir fyrir þennan stórleik sumarsins.

Mikilvægt að vita hverjir mæta svo við vitum hvort við séum 10 eða 21 eins og í síðasta leik :)

comments please :)

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Góður póstur Balli

Sælir Hjöllagaurar,

Æfingin síðast var mögnuð þar sem menn hlupu þar til þeir voru búnir og svo aðeins meira, einn skeit á sig og skemmdi klósettið í egilshöll.

Spurning með að hafa æfingu á morgun mánudag. Veit að ég, óli bró, Höddi, Ingó, Bjarni G og Gauti getum ekki mætt(erum að spila í úrslitakeppni carlserg) - en miðað við 21 leikmann sem mætti í síðasta leik þá ættum við að ná góðri æfingu samt.....Ef menn vilja reyna á að hafa æfingu commentið þá og við staðfestum í kvöld, snemma á morgun hvort hún verði.

Annars er það leikur á móti Kumho á miðvikudaginn 13.ágúst á HK velli. Mjög erfiður leikur gegn einu af betri liðum deildarinnar í ár.

Getið kíkt á leiki þeirra í sumar hér
Staðan í deildinni hér

Hvað segja menn?

p.s. mætir Sindri í markið á miðvikudaginn?

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Æfing á fimmtudaginn

Það er æfing á fimmtudaginn kl: 20:00. Hentar kannski illa fyrir kringlumenn en það er þróttaraleikur á morgun svo fimmtudagurinn varð fyrir valinu.

Hún verður á egilshallarsvæðinu. Allir að láta þetta ganga þar sem það skoða ekki allir þessa síðu jafn oft og aðrir

hverjir mæta?

kv, Balli