Heimasíða FC Hjörleifs: ágúst 2005

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Næsti leikur

Ekkert fyllerí um helgina drengir því að eins og þið sjáið á stöðunni í deildinni erum við í þokkalegum séns á að lenda í einu af þremur efstu sætunum í okkar riðli og þar af leiðandi komast í úslitakeppnina. Leikurinn á undan okkur á Fylkisvellinum er leikur melsteð og dufþaks og geta úrslit hans haft mikið að segja um möguleika okkar.

Er einhver stemning fyrir því að taka eina æfingu fyrir þennan leik?

28. Ág. 19:00 - Magic-Hjörleifur Fylkisvöllur (A)

SKRÁ MÆTINGU

ég mæti pottþétt.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Lokaumferðirnar!

Bullandi séns fyrir okkur!
1.
Marshall 7 6 1 0 21:5 19
2.
Melsteð 8 6 0 2 22:10 18
3.
FC Fame 8 4 2 2 24:15 14
4.
Dufþakur7 3 3 1 15:9 12
5.
Hjörleifur7 3 2 2 17:15 11

9. umferð
28. Ág. 17:30 - Melsteð-Dufþakur Fylkisvöllur (A)
28. Ág. 19:00 - Magic-Hjörleifur Fylkisvöllur (A)
01. Sept. 19:30 - Marshall-FC CCP Fylkisvöllur (A)
10. umferð
04. Sept. 18:00 - Dufþakur-Magic Fylkisvöllur (A)
04. Sept. 19:30 - FC Fame-Melsteð Fylkisvöllur (A)
04. Sept. 21:00 - Hjörleifur-FC Moppa Fylkisvöllur (A)
06. Sept. 21:00 -
Hómer-Marshall Fylkisvöllur (A)
11. umferð
11. Sept. 18:00 - Magic-FC Fame Fylkisvöllur (A)
11. Sept. 21:00 -
Marshall-Hjörleifur Fylkisvöllur (A)
13. Sept. 21:00 - FC Moppa-Dufþakur Fylkisvöllur (A)

Ég hef það frá innbúðarmanni hjá CCCP að menn séu hættir að mæta í leiki hjá þeim og liðið verði líklega lagt niður, því held ég að þeir eigi ekki séns. Moppan sem er með 10 stig er þetta er skrifað mun falla úr leik með tapi gegn okkur í 10.umferð.
Hafliði.

mánudagur, ágúst 15, 2005

ATH Ný tímasetning á leiknum á morgun

Það er búið að breyta tímasetningunni á leiknum á morgun og hefst hann kl.20:30 í staðin fyrir 21:00 á Fylkisvellinum. og það er mjög mikilvægt að mæta 30mín fyrir leik þar sem að slökkt verður á ljósunum kl:22:30 smá seinkun þýðir ða við verðum að spila síðustu mínúturnar í ljósleysi.

Hverjir mæta?

laugardagur, ágúst 06, 2005

Fame-leikur!

08. Ág. 19:30 - FC Fame-Hjörleifur Framvöllur (A)

Sælir,
ég vek athygli á því að leikurinn fer fram á Framvellinum EKKI ÁRBÆJARVELLI svo það sé alveg á hreinu. Held ég að það sé alveg ljóst að við megum ekki við því að missa fleiri stig ef við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Fame hefur ekki enn tapað leik í sumar, er í 2.sæti með 4 sigra og 2 jafntefli, með 14 stig. Innanborðs hafa þeir markahæsta leikmann efrideildar Sigurð nokkurn. Þrátt fyrir að við höfum aðeins unnið 1 leik í deildinni er staða okkar, skv.mínum útreikningum, langt frá því að vera vonlaus varðandi að komast í úrslitakeppnina. Ef við vinnum Fame og leikinn sem við eigum til góða á þá, þá erum við orðnir 3stigum á eftir þeim og væntalega komnir í bullandi baráttu. Við eigum eftir 3 efstu liðin og svo önnur 2 sem eru fyrir ofan okkur.
Það eru margir að spá þessu Fame-liði titlinum í ár og það er góð stemning í kringum þetta lið (ég þekki aðalmanninn þar), ég legg til að við mætum til leiks froðufellandi af baráttu og vinnum þetta lið. Liðið sem vinnur meistara-kandídatana er að rífa kjaft!
Menn eru hér með vinsamlegast beðnir um að boða komu sína!
ps.Dagur Sigurðsson ætlar að spila með okkur í þessum leik og hann hefur aldrei á ævi sinni tapað á móti lið sem byrjar á "F".

Kv.Hafliði Gunnar Guðlaugsson