Heimasíða FC Hjörleifs: júlí 2007

sunnudagur, júlí 29, 2007

Dagskrá - tapleikur og næsta æfing

07. Ág. 19:00 - Vængir Júpiters-Hjörleifur Tungubakkar (BIKAR)

13. Ág. 21:00 - Puma-Hjörleifur HK-völlur (A
21. Ág. 21:00 - Hjörleifur-Kóngarnir Ásvellir (A)
28. Ág. 19:30 - TLC-Hjörleifur Ásvellir (A)
05. Sept. 19:00 - Hjörleifur-Geirfuglar Tungubakkar (A)
12. Sept. 19:00 - Pungmennafélagið Gulla-Hjörleifur Tungubakkar (A)

Svo er einn frestaður leikur á móti Vængjum J. sem eftir á að ákveða hvenær hann fer fram.



Sælir

Jæja, umræddur leikur tapaðist 1-4 og var skapið í mönnum og væl alveg nóg á tímabili, þar á meðal ég. Ég er hinsvegar enn að jafna mig, nú er ég orðinn stífur í hálsinum þannig vinnan gæti orðið á barðinu fyrir þessu atviki.

Æfing á fimmtudag kl:20.30 og þessa dagana erum við ekki að borga fyrir æfingatímana þannig endilega mæta og reynum að spila einhvern bolta, Jói, Kolli, Jón Karls, og fleiri, hunskist að koma á allavega eina æfingu og sýna þessu smá áhuga, því við erum ekki að fara í úrslitakeppnina ef svona heldur áfram, ég viðurkenni að vanmat var á Dufþak, held að við höfum bara miðað þá út frá leiknum í fyrra og gjörsamlega floppað á því.

Ég er kominn núna í þjálfarastarf hjá Þrótti tímabundið þannig ég get ekki séð lengur um öll þau mál sem koma uppá, eitthvað verður að koma frá ykkur, ekki erfitt að fara á netið og kommenta hvort þið komist i leikina eða ekki og láta okkur Balla hringja í ykkur á leikdag, finnst þetta bara ömurlegt að menn gefa ekkert í þetta. Svo með skráningar, hver er þessi Eldur og eigum við bara að bæta manni sem við vitum ekkert hver er og hvað, spila frítt. Menn eru að borga keppnisgjald og meira til í þetta lið og finnst mér að þeir sem eftir eiga að borga geti sýnt okkur lágmarksvirðingu sem búnir eru að borga, og borga þennan 7000.kall sem er ekki mikið miðað við hækkunina á keppnisgjaldinu.

Jæja, svo kemur dagskrá fyrir næstu leiki hér fyrir ofan, góðar stundir og komment.

Kv. Valli

föstudagur, júlí 27, 2007

Dufþakur á sunnudaginn

Sælir,

Leikur á sunnudaginn á móti Dufþak á tungubökkum mæting 18:00.....hell yeah.

Mættum 10 í síðasta leik(náðum 11 síðasta korterið) Væri ágætt ef að við yrðum fleiri á sunnudaginn og værum með varamenn.

Allir að tala við sína menn og posta hérna hvort þeir komi eður ei.

DUffinn hefur byrjað tímabilið vel þannig við þurfum að mæta galvaskir. Svo lítur allt út fyrir að tímabilið sé loksins að fara af stað.

kv, Balli

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Úrslit í Bikar og næsta æfing!

FC Hjörleifur vs Henson 3-0 (Balli þrenna)

Já, heldur betur góð mæting á sunnudag þegar við mættum Henson á Ásvöllum í blíðskaparveðri og það bara 10 leikmenn. Byrjuðum leikinn samt 10 vs 10 þar sem þeir voru einnig i vandræðum. Við byrjuðum rólega en vorum að skapa okkur fullt af færum og um miðjan fyrri hálfleik þá tók Óli langt innkast inn i teig, boltinn datt niður og Balli náði að leika á tvo leikmenn inní vítateig og settann í netið. 1-0 í hálfleik. En Henson menn fengu sinn leikmann snemma í fyrrihálfleik þannig vid vorum manni færri og tók það virkilega á okkur og Henson áttu skot í stöng og sluppum við þar og brunuðum í sókn og Balli átti skot hárfínt framhjá. Sköpuðum okkur góð færi en Henson áttu góð tækifæri líka en svo kom að því, eftir nokkra pressu, þá átti Óli flottu fyrirgjöf frá vinstri og Balli á réttum stað og skallaði í netið, flott mark hjá bræðrunum! 2-0
Svo róaðist leikurinn og stuttu seinna reyndu Henson menn ad spila rangstæðu á okkur en það klikkaði og Balli var einn á moti markmanni og setti hann örugglega í netið. 3-0. Við spiluðum samt alls ekki vel, Henson lét okkur fara niður um nokkur level í fótbolta en Finnur kom loks þegar 15.min var eftir og hjálpaði það nokkuð mikið. Maður leiksins: Balli.

Æfingar: Eftir slappa mætingu á þridjudögum, þá höfum við ákveðið að hafa æfingar á fimmtudögum kl.20.30. á gervigrasinu í Laugardal. Nú er bara mæta loks á æfingu strákar.

Keppnisgjald hefur verið greitt, þeir sem eiga eftir að borga vita hverjir þeir eru sjálfir og við egum langt season eftir strákar, nóg eftir af leikjum svo koma svo!!

Kv.#5

sunnudagur, júlí 08, 2007

Leiknum gegn Vængjunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna mistaka á bókunum á Ásvöllum. Stjórnin fullvissaði mig að þetta myndi ekki gerast aftur en 3 leikir voru frestaðir svo við erum ekki þeir einu sem lentu í þessu.

Einnig, þá hafa ekki allir borgað en sumir borguðu í vikunni og mun ég borga keppnisgjaldið á morgun.

Næsti leikur eftir viku í bikarnum nema að þessi frestaði leikur verði fyrr á dagskrá, ég verð í bandi um leið og ég veit eitthvað.

Æfing kl.21 á gervigrasinu í laugardal á þriðjudaginn. Höfum mætt bara 4-6 á síðustu æfingar og reynum nú að ná einni góðri æfingu strákar!

Kv. #5

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Hjörleifur vs V.Júpiters

Næsti leikur: Hjörleifur vs V.Júpíters 8.júlí kl.19.30 Mæting 18.30 Ásvellir

Alger Derby leikur og einn mikilvægasti leikurinn okkar, ekki bara uppá úrslitakeppnina líka að þetta eru ríkjandi meistarar og við tókum þá í bikarnum í fyrra og gerdum jafntefli í deildinni. En þeir verða væntanlega með sitt sterkasta lið og við líka svo þetta er hörkuleikur á sunnudag.

Keppnisgjald: Ok strákar, vð höfum ekki mikinn tíma, þessir leikmenn hafa borgað keppnsgjaldið: Balli, Óli, Freymar, Valli, BjarniG. Kolli, Hafliði, Úlfur, Helgi Skúli, Jón SK. og Bassi.
Þeir sem eiga eftir að borga, Jói, Rabbi, Gústi, Höddi, Gauti, Konni, Jón Karls og Bjarni Á.

Greiðslu verður að ljúka þessa vikuna eða við gætum fengið sektir eða jafnvel dæmdir úr leik í riðlakeppninni, svo drífa sig og láta mig vita með sms 6980245 svo ég geti borgað keppnisgjaldið.

Svo er bikarleikurinn á sunnudeginum á eftir, hörkuleikur þar.

15. Júl. 18:00 - Hjörleifur-Henson Ásvellir (BIKAR) Mæting.17.10